Stefnir í mettþáttöku UÍA á Unglingalandsmóti

Útlit er fyrir metþátttöku UÍA fólks á Unglingalandsmótinu á Selfossi um næstu helgi. Tveir dagar eru enn eftir af skráningarfrestinum. UÍA verður vel sýnilegt á mótssvæðinu.

Í dag höfðu 70 keppendur skráð sig á mótið, sem stefnir í að verða það stærsta í sögunni. Enn eru tveir dagar eftir af skráningunni. Í fyrra voru keppendur UÍA um 200 talsins enda mótið á heimavelli.

UÍA verður með lítið tjald á tjaldsvæðinu sem verður miðstöð UÍA fólks á svæðinu. Báðir starfsmenn sambandsins verða á mótinu til að gefa keppendum góð ráð og styðja við hópinn með ráðum og dáðum.

Hreindýrið Sprettur Sporlangi hefur ákveðið að bregða sér með á Selfossi, enda hrætt um hagi sína eystra á hreindýraveiðitímabilinu.

Forráðamönnum keppenda verður sendur tölvupóstur í byrjun næstu viku með öllum helstu upplýsingum um aðkomu UÍA að mótinu. Við minnum menn á að taka með sér UÍA gallana enda ætlum við að vera öll bláklædd og mynda glæsilega sveit í skrúðgöngunni á setningarathöfninni - og alls staðar þar sem við verðum um verslunarmannahelgina.

Allar nánari upplýsingar um mótið og skráning eru á www.ulm.is. Endanleg dagskrá var gefin út í morgun en tímaseðlar einstakra greina birtast í næstu viku. Á vefnum eru einnig kort af Selfossi þar sem lykilstaðir hafa verið merktir inn á.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok