99 keppendur á Unglingalandsmóti

Níutíu og níu keppendur eru skráðir undir merkjum UÍA á Unglingalandsmót UMFÍ sem hefst á Selfossi á föstudag. Þetta er einn mesti fjöldi sem skráð hefur sig undir merkjum sambandsins á mótin.

Keppendurnir koma af öllu Austurlandi og á UÍA fulltrúa í flestum keppnisgreinum, þar með talið starfsgreinum sem er nýjasta keppnisgreinin. Mótið á Selfossi er hið fjölmennasta sem haldið hefur verið en alls eru um tvö þúsund þátttakendur skráðir.

Starfsmenn UÍA verða á svæðinu til að styðja við hópinn. Á tjaldsvæðinu verður tjald sem verður bækistöð Austfirðinga.

Búist er við þungri umferð á Selfoss á morgun og hefur þeim sem koma úr vesturátt verið bent á að fara Þrengslin. Flestir þeirra sem UÍA hefur rætt við stefna á að mæta á Selfoss annað kvöld. Starfsmenn verða þeirar á meðal.

Keppnin hefst á föstudag en mótið er formlega sett 20:00 á föstudagskvöld. Keppendum UÍA er bent á að mæta í UÍA fötum hálftíma fyrir setningarathöfnina. Starfsmenn verða með föt til taks fyrir þá sem ekki eiga UÍA galla eða boli.

Tímaseðlar einstakra greina hafa ekki verið birtir en von er á þeim á www.ulm.is undir 'Keppni' í kvöld og á morgun. Ef tími gefst munum við segja fréttir af framgangi okkar fólks á www.uia.is um helgina en við munum senda inn myndir og stutta punkta á Twitter (@umfausturlands).

Spáð er sól og blíðu á Selfossi föstudag og laugardag en skýjaðra og örlítið kaldara á sunnudag.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok