UÍA sækir um landsmót 50+

UÍA er meðal þeirra sambandsaðila UMFÍ sem sækjast eftir að halda landsmót 50 ára og eldri árið 2013 með mótsstað á Norðfirði. Umsóknirnar voru kynntar fyrir stjórn UMFÍ á föstudag.

Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, kynnti umsóknina á stjórnarfundi UMFÍ en hún er studd af sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Þóroddur Seljan fræðslufulltrúi, Guðmundur Halldórsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, fylgdu umsókninni eftir og svöruðu spurningum stjórnar UMFÍ í gegnum fjarfundabúnað.

Hörð samkeppni er um mótin sækjast HSK, HSÞ, UMSE, HSS, UMSB og USVS eftir að fá að hýsa þau. Landsmót 50+ var fyrst haldið á Hvammstanga í fyrra en í ár var það í Mosfellsbæ. Í kynningu UÍA var meðal áhersla lögð áhersla á að mótið bæri upp á 90. ára afmæli Þróttar í Neskaupstað.

Tilkynnt verður um hvaða héraðssamband hlýtur mótið við setningu Unglingalandsmótsins á Selfossi þann 3. ágúst.

Mynd: Stjórn UMFÍ og framkvæmdastjóri hlusta á fulltrúa Fjarðabyggðar gegnum fjarfund.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok