BN efst fyrir lokaumferð Launaflsbikarsins

Boltafélag Norðfjarðar er komið í efsta sæti Launaflsbikarsins eftir dramatíska leiki um síðustu helgi. UMFB og Hrafnkell/Neisti eru samt skammt undan og eiga enn möguleika á titlinum en síðasta umferðin fer fram í kvöld.

BN vann Hrafnkel í Breiðdalnum á sunnudagskvöld 3-4. Úrslitin hefðu samt geta orðið önnur þar sem heimamenn klúðruðu vítaspyrnu á 90. mínútu. Með sigrinum komst BN í 16 stig en Hrafnkell er þremur stigum og sex mörkum á eftir í þriðja sæti.

Á milli þeirra er UMFB með fimmtán stig. Liðið var í efsta sæti en tapaði óvænt heimaleik um Bræðsluhelgina fyrir Þristi 3-4. Hallormsstaðarliðið vann þar sinn fyrsta leik í keppninni í fjögur ár á meðan UMFB tapaði sínum fyrsta Bræðsluleik. Staðan í hálfleik var 1-1 en leikurinn snérist í seinni hálfleik þegar Borgfirðingnum Þórarnir Ólafssyni var vísað af leikvelli fyrir að ræna Þristarmann upplögðu marktækfæri. Þristarmenn komust yfir úr vítinu og þótt jafnt væri 2-2 og 3-3 voru gestirnir skrefinu undan og skoruðu sigurmarkið.

Síðasta umferð keppninnar verður leikin klukkan 20:00 í kvöld. Þristur tekur á móti BN á Fellavelli en UMFB á móti Hrafnkeli/Neista á Borgarfirði.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok