Fjölskyldustemming í Víðavangshlaupi UÍA
Víðavangshlaup UÍA fór fram í samstarfi við frjálsíþróttadeild Hattar síðastliðinn laugardag. Ríflega 20 keppendur, jafnt stórir sem smáir, tóku á sprett um Selskóg og nágreni hans í hæglætis veðri.
Víðavangshlaup UÍA fór fram í samstarfi við frjálsíþróttadeild Hattar síðastliðinn laugardag. Ríflega 20 keppendur, jafnt stórir sem smáir, tóku á sprett um Selskóg og nágreni hans í hæglætis veðri.
Næstkomandi sunnudag efnir UÍA til fjölskyldugöngu á Sandfell við Fáskrúðsfjörð, fjall UÍA 2012, í samstarfi við Leikni á Fáskrúðsfirði.
Lagt verður af stað frá bílastæðinu við fellið, sem stendur við þjóðveginn við brú á Víkurgerðisánni, kl 10:00. Guðrún Gunnarsdóttir og Eysteinn Friðbergsson gönguhrólfar leiða göguna.
Launafl verður áfram aðalstyrktaraðili bikarkeppni UÍA í knattspyrnu. Samkomulag þess efnis var undirritað fyrir skemmstu.
Ákveðið hefur verið að fresta fjölskyldugöngu á fjall UÍA 2012, Sandfell við Fáskrúðsfjörð, sem vera átti nú á sunnudaginn.
Veðurspáin fyrir sunnudaginn er æði kaldranaleg, rigning, rok og kuldi. Við stefnum því á Sandfellstind, laugardaginn 15. september og leggjum glaðbeitt af stað frá bílastæðinu við fellið og Víkurgerðisána kl 10:00.
Víðavangshlaup UÍA fer fram næstkomandi laugardag 8. september og er að þessu sinni haldið í samstarfi við Frjálsíþróttadeild Hattar á Egilsstöðum.
Hlaupið hefst kl 11:00 og verður rásmark á bílastæðinu við Selskóg.
Daði Fannar Sverrisson kom heim með fern verðlaun af Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem haldið var á Höfn í Hornafirði fyrir skemmstu.
Haustúthlutun úr Spretti afrekssjóði UÍA og Alcoa fer fram í byrjun október. Tekið verður við umsóknum í sjóðinn til og með 5. október.
Tæplega 100 keppendur á vegum UÍA mættu til leiks á Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var á Selfossi um verslunarmannahelgina. Fjölmörg verðlaun skiluðu sér í hús. Hér er farið yfir helstu afrek UÍA fólks á mótinu.
Hreindýrið höfuðprúða, Sprettur Sporlangi, stóð nýverið fyrir frjálsíþróttamóti fyrir tíu ára og yngri. Á vefinn eru komin úrslit og myndir frá mótinu.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.