Þrír Austfirðingar fá viðurkenningu IAAF

Í tilefni af 100 ára afmæli IAAF (International Association of Athletics Federations) var Frjálsíþróttasambandi Íslands falið að úthluta viðurkenningum til 30 einstaklinga hér á landi fyrir framúrskarandi framlag þeirra til íþróttarinnar. Þrír Austfirðingar voru í þessum hópi þau Dóra Gunnarsdóttir, Egill Eiðsson og Unnar Vilhjálmsson en þau að góðu kunn fyrir farsælan keppnisferil, uppbyggingu og útbreiðslu frjálsra íþrótta innan vébanda UÍA sem og á stærri vettvangi. Afhending viðurkenninganna fór fram á uppskeruhátíð FRÍ  síðastliðinn laugardag.

Lesa meira

Fjölbreytt dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli Hugins Fellum

Ungmennafélagið Huginn Fellum fagnar nú 80 ára afmæli en félagið var stofnað 16. október 1932 á Ormarsstöðum í Fellum og voru stofnfélagar 29 talsins. Í tilefni afmælisins stendur félagið, í samvinnu við Fellaskóla sem um þessar mundir fagnar 25 ára afmæli, fyrir fjölbreyttri íþróttadagskrá.

Lesa meira

EKKI MEIR fræðsluerindi um einelti á Egilsstöðum í dag.

 

Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður haldið 25. október í húsnæði Björgunarsveitarinnar á Egilsstöðum, Miðási 1 kl. 17.00 – 18.30.

Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur EKKI MEIR. EKKI MEIR er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.

Lesa meira

Vetrarhlaupasyrpa Hlaupahéranna að hefjast

 

Fyrst hlaupið í vetrarhlaupasyrpu Hlaupahéranna á Egilsstöðum fer fram næstkomandi laugardag.

Eins og undanfarin ár stendur skokkhópurinn Hlaupahérarnir á Egilsstöðum fyrir vetrarhlaupasyrpu í vetur. Hlaupin fara fram síðasta laugardag í mánuði frá október og fram í mars (nema desemberhlaupið sem verður á gamlársdag).  Hlaupnir eru 10 km með tímatöku og gefur þátttaka í hverju hlaupi 1-5 stig. Stigahæstu einstaklingarnir verða svo verðlaunaðir í lok tímabilsins. Í ár verður einnig boðið uppá 5 km hlaup með tímatöku en þau gefa ekki stig.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok