Vetrarhlaupasyrpa Hlaupahéranna að hefjast
Fyrst hlaupið í vetrarhlaupasyrpu Hlaupahéranna á Egilsstöðum fer fram næstkomandi laugardag.
Eins og undanfarin ár stendur skokkhópurinn Hlaupahérarnir á Egilsstöðum fyrir vetrarhlaupasyrpu í vetur. Hlaupin fara fram síðasta laugardag í mánuði frá október og fram í mars (nema desemberhlaupið sem verður á gamlársdag). Hlaupnir eru 10 km með tímatöku og gefur þátttaka í hverju hlaupi 1-5 stig. Stigahæstu einstaklingarnir verða svo verðlaunaðir í lok tímabilsins. Í ár verður einnig boðið uppá 5 km hlaup með tímatöku en þau gefa ekki stig.
Dagsetningar hlaupanna eru eftirfarandi:
27. október 2012
24. nóvember 2012
31. desember 2012
26. janúar 2013
23. febrúar 2013
30. mars 2013
Hlaupin hefjast við sundlaugina á Egilsstöðum kl. 11:00 nema á gamlársdag kl. 10:00. Skráning fer fram á staðnum og hefst hálftíma fyrir hlaup. Þátttökugjald er 1.000 kr. í hvert hlaup. Innifalið er létt hressing og aðgangur að sundlauginni að hlaupi loknu.
Dregið verður um vegleg verðlaun að loknu hverju hlaupi og næstkomandi laugardag er það Bón og púst sem gefur verðlaunin. Allir sem taka þátt fara í pottinn!
Hlaupahérarnir hvetja alla til að reima á sig hlaupaskóna og vera með frá byrjun.