Stjórn UÍA lýsir þungum áhyggjum af ferðakostnaði
Stjórn UÍA sendi frá sér eftirfarandi ályktun til fjölmiðla landsins og þingmanna Norðausturkjördæmis í dag:
Stjórn UÍA lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirhugaðri skerðingu framlags ríkisins í Ferðasjóð íþróttafélaganna. Samkvæmt frumvarpi að fjárlögum 2013 er gert ráð fyrir að framlagið minnki úr 64,7 milljónum í 52,7 eða um tólf milljónir króna.
Þegar sjóðnum var komið á fót vorið 2006 var framlag ríkisins ákveðið 180 milljónir til þriggja ára, 30 milljónir árið 2007, 60 milljónir árið 2008 og 90 milljónir árið 2009. Úthlutanir úr sjóðnum hafa alla jafna verið innan við 60 milljónir króna. Nú er gert ráð fyrir að framlagið verði stöðugt, 52,7 milljónir til ársins 2016.