Stjórn UÍA lýsir þungum áhyggjum af ferðakostnaði

 

Stjórn UÍA sendi frá sér eftirfarandi ályktun til fjölmiðla landsins og þingmanna Norðausturkjördæmis í dag:

Stjórn UÍA lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirhugaðri skerðingu framlags ríkisins í Ferðasjóð íþróttafélaganna. Samkvæmt frumvarpi að fjárlögum 2013 er gert ráð fyrir að framlagið minnki úr 64,7 milljónum í 52,7 eða um tólf milljónir króna.

Þegar sjóðnum var komið á fót vorið 2006 var framlag ríkisins ákveðið 180 milljónir til þriggja ára, 30 milljónir árið 2007, 60 milljónir árið 2008 og 90 milljónir árið 2009. Úthlutanir úr sjóðnum hafa alla jafna verið innan við 60 milljónir króna. Nú er gert ráð fyrir að framlagið verði stöðugt, 52,7 milljónir til ársins 2016.

Lesa meira

Styrkjum úr Spretti formlega úthlutað

 

Síðastliðinn laugardag var úthlutað úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa 950.000 krónum til efnilegra íþróttamanna, þjálfara og íþróttafélaga á Austurlandi. Úthlutað er úr sjóðunum tvisvar á ári að vori og hausti og var þetta seinni úthlutn ársins. Að þessu sinni bárust 28 umsóknir til sjóðsins og 18 þeirra hlutu styrk. 

Lesa meira

Dansinn mun duna hjá UMF Þristi

 

UMF Þristur mun bjóða upp á dansdag í Hallormsstaðaskóla laugardaginn 24. nóvember. Þátttakendur fá þar kennslu í freestyle og samkvæmisdönsum. Dagskráin stendur frá kl 10-16 og er öllum opin, ungum sem gömlum.

Lesa meira

Glæsilegur árangur hjá glímufólki UÍA

Keppendur UÍA í glímu gerðu afar góða ferð vestur í Búðardal um helgina, en þar tóku þeir þátt í 2. umferð Meistaramóts Íslands fyrir 16 ára og eldri, fimm gull og eitt silfur skiluðu sér austur að móti loknu.

Lesa meira

Stórgóður árangur UÍA keppenda á Silfurleikum ÍR

 

Silfurleikum ÍR fóru fram í Laugardalshöllinni síðastliðinn laugardag. Mótið er haldið til að minnast afreka Vilhjálms Einarssonar sem vann til silfurverðlauna í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourn í Ástralíu árið 1956 og hefur það notið vaxandi vinsælda. Heildarfjöldi keppenda sló nýtt met þegar 666 íþróttamenn frá 22 félögum mættu nú til leiks. UÍA átti þar þrjá keppendur á mótinu, fóru þeir mikinn og stóðu fylliega upp í hári keppinauta sinna, sem margir hverjir æfa við topp aðstæður allt árið um kring.

Lesa meira

Annað hlaup í vetrarsyrpu Hlaupahéranna á laugardag

Næstkomandi laugardag fer fram annað vetrarhlaupið í vetrarhlaupasyrpu Hlaupahéranna á Egilsstöðum.

13 hlauparar skráðu sig til leiks í fyrsta hlaupið sem fram fór við kjöraðstæður. Mörgum tókst að bæta sína bestu tíma og því má búast við hörku keppni þegar líður á veturinn. Ljóst er að færðin er hlaupurum ekki hliðholl þessa dagana en það er einn af kostunum við vetrarhlaupasyrpuna, engin tvö hlaup eru eins sem eykur á fjölbreytnina og spennuna.

Lesa meira

Afrekshópur fimleikadeildar Hattar, UÍA og ME

Fimleikadeild Hattar, Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og Menntaskólinn Egilsstöðum skrifuðu á laugardag undir samstarfssamning vegna afrekshóps fimleika á Austurlandi. Markmiðið með hópnum er að styðja við þá sem vilja ná lengra í íþróttinni en jafnframt búa lengur í heimabyggð.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok