Stjórn UÍA lýsir þungum áhyggjum af ferðakostnaði

 

Stjórn UÍA sendi frá sér eftirfarandi ályktun til fjölmiðla landsins og þingmanna Norðausturkjördæmis í dag:

Stjórn UÍA lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirhugaðri skerðingu framlags ríkisins í Ferðasjóð íþróttafélaganna. Samkvæmt frumvarpi að fjárlögum 2013 er gert ráð fyrir að framlagið minnki úr 64,7 milljónum í 52,7 eða um tólf milljónir króna.

Þegar sjóðnum var komið á fót vorið 2006 var framlag ríkisins ákveðið 180 milljónir til þriggja ára, 30 milljónir árið 2007, 60 milljónir árið 2008 og 90 milljónir árið 2009. Úthlutanir úr sjóðnum hafa alla jafna verið innan við 60 milljónir króna. Nú er gert ráð fyrir að framlagið verði stöðugt, 52,7 milljónir til ársins 2016.

 

Stjórn UÍA harmar að miðað við frumvarpið ætlar ríkið ekki að standa við fyrri fyrirheit um framlög í sjóðinn. Ekki virðist standa til að efna þau, þrátt fyrir bata í efnahagslífi landsins og þá staðreynd að ferðakostnaður íþróttafélaga hefur vaxið á sama tíma. Þetta skaðar starfsemi félaganna og möguleika íþróttamanna af landsbyggðinni

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok