Blakkrakkar frá Þróttir fara á kostum á Íslandsmóti

Síðastliðna helgi tóku 9 lið frá Þrótti þátt í fyrri hluta Íslandsmóts hjá 6., 5. og 3. flokki, sem fór fram í Kórnum í Kópavogi.  Að venju var Þróttur með fjölmennasta hópinn á mótinu en alls tóku 41 lið þátt í mótinu í 8 mismunandi deildum.

Lið Þróttar stóðu sig með stakri prýði og voru oftar en ekki efst eða ofarlega í sínum keppnisflokkum.

Hér fyrir neðan má sjá árangur liðanna.

6. flokkur - 3. stig

Þróttur N - 1 - 2. sæti

Þróttur N C - 2 - 3. sæti

5. flokkur stúlkna - 4. stig

Þróttur N.A - kvk - 3. sæti

5. flokkur - 3. stig

Þróttur N.B-2 - 2. sæti

Þróttur N.C-2 - 6. sæti

Þróttur N.A - 7. sæti

3. flokkur kk

Þróttur N - 4. sæti

3. flokkur kvk - A lið

Þróttur Nes A - 1. sæti

3. flokkur kvk - B lið

Þróttur Nes B - 1. sæti

Við óskum krökkunum til hamingju með góðan árangur, og velfarnaðar í framhaldinu en síðari hluti Íslandsmótsins verður haldinn í Neskaupstað 12. - 14. apríl.

Meðfylgjandi mynd er tekin með góðfúslegu leyfi af heimasíðu blakdeildar Þróttar.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok