Fundur um Getraunir

 

Annað kvöld, miðvikudagskvöld verður Pétur Hrafn Sigurðsson deildarstjóri getraunardeildar Íslenskra getrauna með fund í Slökkvistöðinni á Fáskrúðsfirði kl 20:00.

Allir velkomnir sem vilja kynna sér möguleikana sem felast í getraunastarfinu.

 

Blaktímabilið byrjar vel hjá Þrótti

Blaklið Þróttar byrjuðu keppnistímabilið af krafti síðastliðna helgi með sigrum á Aftureldingu. En þá sóttu karla- og kvennalið Aftureldingar karla- og kvennalið Þróttar heim.

Lesa meira

Æfingabúðir í frjálsum íþróttum

Helgina 20.-21. október efnir Frjálsíþróttaráð UÍA til æfingabúða fyrir alla krakka 11 ára og eldri sem áhuga hafa á frjálsum íþróttum.

Von er á góðum gestum en þau Þórey Edda Elísdóttir stangastökkvari með meiru og Guðmundur Hólmar Jónsson sjá um æfingar og fyrirlestra.

Lesa meira

Ganga á Grænafell myndir

Í myndasafnið hér á síðunni eru komnar myndir sem Skarphéðinn Þórisson tók í göngu á Grænafell 16. september síðastliðinn.

Fræðsluerindi um einelti á vegum Æskulýðsvettvangsins

Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður haldið 25. október í húsnæði Björgunarsveitarinnar á Egilsstöðum, Miðási 1 kl. 17.00 – 18.30.

Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur EKKI MEIR. EKKI MEIR er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.

Lesa meira

Hreyfivika 1.-7. október

Vikuna 1.-7. október er um alla Evrópu blásið til verkefnisins MOVE WEEK, sem hefur það að markmiði að vekja athygli á gildi íþrótta og hreyfingar sem hluta af heilbrigðum og virkum lífsstíl. Það er Ungmennafélag Íslands sem heldur utan um verkefnið hér á landi.

Lesa meira

Skemmtihelgi UMFÍ og 0%

Helgina 5.-7. október ætlar ungmennaráð UMFÍ og 0% að hittast og eyða saman helginni á Laugum í Sælingsdal. Öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára sem vilja hittast og skemmta sér án vímuefna eru velkomin. Fæði, gisting og uppihald þátttakendum að kostnaðarlausu.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok