Blaktímabilið byrjar vel hjá Þrótti

Blaklið Þróttar byrjuðu keppnistímabilið af krafti síðastliðna helgi með sigrum á Aftureldingu. En þá sóttu karla- og kvennalið Aftureldingar karla- og kvennalið Þróttar heim.

Þróttur hefur ekki átt karlalið í 1. deild í um 12 ára skeið. Það virtist þó ekki há strákunum og sigruðu þeir Aftureldingu sannfærandi 3-1 og 3-0, en liðin spiluð tvo leiki á föstudagskvöld og laugardag.

Kvennalið Þróttar mætti Íslandsmeisturum Aftureldingar í hörkuleik á laugardag og höfðu okkar konur sigur 3-1. Þess er skemmst að minnast þegar þessi lið áttust við í fyrra vor þegar Afturelding hafði betur í æsispennandi viðureign um Íslandsmeistaratitilinn.

Það er því ljóst að blaktímabilið fer vel af stað og spennandi að fylgjast með hverju fram vindur í vetur.

Myndirnar hér til hliðar eru fengnar af heimasíðu blakdeildar Þróttar, en Jón Guðmundsson tók þær í leikjunum um helgina.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok