Hreyfivika 1.-7. október

Vikuna 1.-7. október er um alla Evrópu blásið til verkefnisins MOVE WEEK, sem hefur það að markmiði að vekja athygli á gildi íþrótta og hreyfingar sem hluta af heilbrigðum og virkum lífsstíl. Það er Ungmennafélag Íslands sem heldur utan um verkefnið hér á landi.

Íþróttafélög, félagasamtök og sveitarfélög hafa verið hvött til að standa fyrir ýmsum hreyfiviðburðum í tilefni átaksins.

Höttur í samstarfi við Fljótsdalshérað mun standa fyrir fjölbreyttir dagskrá, en vikunni verður öllum velkomið að koma og taka þátt í æfingum félagsins og kynna sér starfið. Nánari upplýsingar má finna á hér.

Auk þess verða fjölbreyttir viðburðir í boði á Fljótsdalshéraði.

1. október kl 9:45 verður afhjúpað, við íþróttahúsið í Fellabæ, skilti um hlaupaleiðir í og við þéttbýlið á Egilsstöðum og í Fellabæ og samskonar skilti verður afhjúpað við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum 3. október kl 14:00.

Nemendur Egilsstaðaskóla þreyta hið árlega Péturshlaup 3. október.

Hlaupahérarnir á Egilsstöðum bjóða áhugasömum að taka á sprett með sér frá Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum mánudaga og miðvikudag kl 17:15 og laugardaga kl 10:00.

Auk þessa býður Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum öllum frítt í sund laugardaginn 6. september.

Vonandi verður Austurland allt á iði næstu vikuna og gaman væri að fá fréttir frá fleirum sem standa fyrir viðburðum í komandi viku.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok