Huginn Fellum 80 ára: Krakkarnir mæta fyrr í skólann til að geta spilað borðtennis

Mikill áhugi er í Fellaskóla á borðtennis, svo mikill að sögun skólastjórans að krakkarnir mæta þar kortér í níu á morgnana til að byrja að spila. Haldið var upp á 80 ára afmæli Hugins í Fellum um síðustu helgi með borðtennismóti.

Slegið var saman í hátíðarhöld í kringum afmælið Hugins og Fellaskóla, sem varð 25 ára. Á fimmtudegi var keppt í skák, á föstudegi var haldið upp á afmæli skólans og á laugardag var borðtennismót.

Huginn hefur löngum hlúð að þessum greinum en það er einnig eina aðildarfélag UÍA þar sem skylmingar eru stundaðar.

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, segir mikinn borðtennisáhuga í skólanum um þessar mundir. Spilað sé í öllum frímínútum og krakkarnir mæti jafnvel fyrr á morgnana til að leika sér.

Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, leit við á afmælinu, færði félaginu blómvönd í tilefni dagsins og tók þátt í borðtennismótinu.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok