Bikarmót Austurlands í sundi á sunnudag

Næstkomandi sunnudag fer fram hið árlega Bikarmót Austurlands í sundi í sundlauginni á Djúpavogi.

 

Mótið er stigamót þar sem sunddeildir á Austurlandi berjast um titilinn Bikarmeistari Austurlands. Mótið er jafnan spennandi og mikil stemming á bakkanum, ætla má að það sama verði upp á teningnum nú en búist er við keppendum frá sex félögum, Austra, Hetti, Leikni, Neista, Sindra á Höfn og Þrótti. Neisti er ríkjandi bikarmeistari og þar á bæ er hugur í mönnum að verja tiltilinn, það er þó ljóst að fleiri langar að hampa bikarnum og búast má við harðri baráttu.

Mótið hefst kl 10:00 og eru áhorfendur velkomnir.

Í tengslum við mótið verða æfingabúðir fyrir úrvalshóp UÍA í sundi, en hópurinn mun hittast á laugardag og æfa undir stjórn Óskars Hjartarssonar yfirþjálfara hópsins.

 

Á myndinni hér til hliðar má sjá ríkjandi bikarmeistara í Neista fagna ásamt Spretti Sporlanga í lok Bikarmótsins í fyrra.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok