Stórgóður árangur UÍA keppenda á Silfurleikum ÍR

 

Silfurleikum ÍR fóru fram í Laugardalshöllinni síðastliðinn laugardag. Mótið er haldið til að minnast afreka Vilhjálms Einarssonar sem vann til silfurverðlauna í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourn í Ástralíu árið 1956 og hefur það notið vaxandi vinsælda. Heildarfjöldi keppenda sló nýtt met þegar 666 íþróttamenn frá 22 félögum mættu nú til leiks. UÍA átti þar þrjá keppendur á mótinu, fóru þeir mikinn og stóðu fylliega upp í hári keppinauta sinna, sem margir hverjir æfa við topp aðstæður allt árið um kring.

 

Daði Þór Jóhannsson, sem keppir í flokki 12 ára drengja tók yfirskrift leikanna alvarlega og sankaði að sér silfurverðlaunum á mótinu. Þau hlaut hann í 60 m hlaupi þar sem hann skilaði sér yfir marklínuna á tímanum 8,87 sek, í 600 m hlaupi er hann hljóp á 1,53,24 mín, og í hástökki en þar gerði hann sér litið fyrir og stökk hæð sína í loft upp 1,42 m. Í þrístökki hafnaði Daði í 3. sæti með stökk upp á 9,62 m.

Helga Jóna Svansdóttir sem keppir í flokki 14 ára stúlkna, stórbætti sig í 60 m hlaupi og hafnaði í 3. sæti á tímanum 8,70 sek.  Helga Jóna fékk einnig brons í þrístökki er hún stökk 9,86 m.

Mikael Máni Freysson sigraði í hástökki 14 ára pilta með stökki upp á 1,67 m og bætingu um 10 cm, hann varð þriðji í 800 m hlaupi á tímanum 2,27,06 og hlaut einnig brons í þrístökki með stökk upp á 10,51 m.

Þrátt fyrir að keppendur UÍA væru fáir og áhangendur þeirra sömuleiðis, létu þeir síðarnefndu vel í sér heyra í stúkunni og voru á við heila hersveit þegar okkar keppendur geystust eftir hlaupabrautinni.

Framkvæmd mótsins gekk afar vel enda um 100 sjálfboðaliðar sem lögðu hönd á plóginn. Almennt var árangur á mótinu góður og nokkur Íslandsmet féllu. Þórdís Eva Steinarsdóttir FH átti góðan dag og setti Íslandsmet í 60m grindahlaupi og 600m hlaupi í sínum aldursflokki, 12 ára stúlkur. Reynir Zoega Geirsson Breiðabliki setti Íslandsmet í kúluvarpi 13 ára pilta.

Heildarúrslitmótsins má nálgast hér á vef FRÍ.

Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með árangurinn.

Myndin hér til hliðar er fengi af vef Breiðabliks og sýnir Helgu Jónu á harðaspretti í 200 m hlaupi á Silfurleikunum.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok