Heiðranir í tilefni af 40 ára afmæli BLÍ
Íslands fagnaði nú um helgina 40 ára afmæli sínu. Af því tilefni voru veitt ýmis heiðursmerki fyrir vel unnin störf og rataði eitt slíkt hingað austur en Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir blakdeild Þróttar fékk silfurmerki fyrir ötult starf í þágu hreyfingarinnar.
Aðrir er hlutu heiðranir voru:
Bronsmerki BLÍ var því næst afhent 6 einstaklingum fyrir að hafa leikið sinn fyrsta A landsleik fyrir Ísland á árinu. Jason Ívarsson afhenti merkin til:
Lúðvík Már Matthíasson
Berglind Gígja Jónsdóttir
Lilja Einarsdóttir
Kolbeinn Tumi Baldursson
Guðrún Elva Sveinsdóttir
Kristina Apostolova
Starfsmerki BLÍ úr silfri var afhent 6 einstaklingum fyrir vel unnin störf innan hreyfingarinnar. Jason Ívarsson afhenti merkin:
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir
Brynjar Júlíus Pétursson
Einar Sigurðsson
Aðalsteinn Einar Eymundsson
Miglena Apostolova
Apostol Apostolov
Heiðursmerki BLÍ úr gulli fengu tveir einstaklingar fyrir framúrskarandi störf innan hreyfingarinnar.
Karl Sigurðsson fékk gullmerki BLÍ en hann hefur náð góðum árangri í uppbyggingu strandblaks á Íslandi. Karl er einn af tveimur menntuðum þjálfurum í strandblaki og hefur verið formaður strandblaknefndar BLÍ um nokkurt skeið.
Guðrún Kristín Einarsdóttir fékk gullmerki BLÍ en hún hefur verið formaður yngriflokkanefndar BLÍ í nokkur ár. Hún hefur verið formaður blakdeildar Aftureldingar lengi og unnið frábært starf við uppbyggingu blaks í Mosfellsbæ.
Stjórn BLÍ útnefndi alla fyrrverandi formenn BLÍ Heiðursformenn BLÍ.
Þegar rýnt er í listann yfir þá sem heiðraðir voru má sjá ýmis nöfn sem tengst hafa blakstarfi á Austurlandi enda hefur það verið öflugt og gott og getið af sér margan afreksmanninn í íþróttinni.
En bæði bronsmerkishafarnir Lilja Einarsdóttir sem leikur nú með Stjörnunni og Kristina Apostolova sem nú spilar með Aftureldingu hófu keppnisferli sinn með Þrótti.
Silfurmerkishafarnir Miglena Apostolova, Apostol Apostolov og Brynjar Júlíus Pétursson eru Norðfirðingum að góðu kunn fyrir vasklega framgöngu á svið keppi og þjáflunnar innan Þróttar, þó þau hafi nú öll snúið sér annað.
Við óskum Blaksambandinu til hamingju með afmælið og heiðurshöfum til hamingju með áfangann.