Dansinn mun duna hjá UMF Þristi
UMF Þristur mun bjóða upp á dansdag í Hallormsstaðaskóla laugardaginn 24. nóvember. Þátttakendur fá þar kennslu í freestyle og samkvæmisdönsum. Dagskráin stendur frá kl 10-16 og er öllum opin, ungum sem gömlum.
Dagskráin er á þessa leið:
Kl. 10 – 10:30 Leikir
Kl. 10:30 – 11:45/12:00 Danstími 1 (Freestyle í íþróttahúsi/Samkvæmisdansar í matsal Hallormsstaðaskóla)
Kl. 12 – 13 Hádegishlé
Kl. 13 – 14:15/14:30 Danstími 2 (Freestyle í íþróttahúsi/Samkvæmisdansar í matsal Hallormsstaðaskóla)
Kl. 14:30 – 14:45 Kaffitími
Kl. 14:45 – 15:45 Skapandi danssmiðja
Kl. 15:45 – 16:00 Stutt óformleg sýning á afrakstri dagsins
Þeir sem leiðbeina eru Emilía Antonsdóttir Crivello ( freestyle ). Michelle Lynn Mielnik og Bjarki Sigurðsson ( samkvæmisdansar )
Þátttökugjald er 1000 kr og er matur innifalinn í gjaldinu. Nánari upplýsingar veitir Bjarki Sigurðsson formaður Þristar í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Skráningar berist fyrir fimmtudaginn 22. nóv. í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.