Dansinn mun duna hjá UMF Þristi

 

UMF Þristur mun bjóða upp á dansdag í Hallormsstaðaskóla laugardaginn 24. nóvember. Þátttakendur fá þar kennslu í freestyle og samkvæmisdönsum. Dagskráin stendur frá kl 10-16 og er öllum opin, ungum sem gömlum.

 

Dagskráin er á þessa leið:

Kl. 10 – 10:30                    Leikir

Kl. 10:30 – 11:45/12:00  Danstími 1 (Freestyle í íþróttahúsi/Samkvæmisdansar í matsal Hallormsstaðaskóla)

Kl. 12 – 13                          Hádegishlé

Kl. 13 – 14:15/14:30       Danstími 2 (Freestyle í íþróttahúsi/Samkvæmisdansar í matsal Hallormsstaðaskóla)

Kl. 14:30 – 14:45              Kaffitími

Kl. 14:45 – 15:45              Skapandi danssmiðja

Kl. 15:45 – 16:00              Stutt óformleg sýning á afrakstri dagsins

Þeir sem leiðbeina eru Emilía Antonsdóttir Crivello ( freestyle ).  Michelle Lynn Mielnik og Bjarki Sigurðsson ( samkvæmisdansar )

Þátttökugjald er 1000 kr og er matur innifalinn í gjaldinu. Nánari upplýsingar veitir Bjarki Sigurðsson formaður Þristar í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Skráningar berist fyrir fimmtudaginn 22. nóv. í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok