Góð mæting á fræðslufund um einelti

Góð mæting var á EKKI MEIR fræðsluerind Æskulýðsvettvangsins, sem haldið var í Björgunarsveitarhúsinu á Egilsstöðum í gær.

Ríflega 30 manns tengdir íþróttahreyfingunni, skólakerfinu og ýmiskonar tómstundastarfi fyrir börn hlýddu þar á Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðing fjalla um einelti og viðbrögð við því.

Margt gagnlegt kom fram á fyrirlestrinum en hann byggði á bókinni EKKI MEIR sem Kolbrún gaf út nýverið. Á fundinum var aðgerðaráætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun dreift, en nálgast má áætlunina hér á veg Æskulýðsvettvangsins.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok