Þrír Austfirðingar fá viðurkenningu IAAF

Í tilefni af 100 ára afmæli IAAF (International Association of Athletics Federations) var Frjálsíþróttasambandi Íslands falið að úthluta viðurkenningum til 30 einstaklinga hér á landi fyrir framúrskarandi framlag þeirra til íþróttarinnar. Þrír Austfirðingar voru í þessum hópi þau Dóra Gunnarsdóttir, Egill Eiðsson og Unnar Vilhjálmsson en þau að góðu kunn fyrir farsælan keppnisferil, uppbyggingu og útbreiðslu frjálsra íþrótta innan vébanda UÍA sem og á stærri vettvangi. Afhending viðurkenninganna fór fram á uppskeruhátíð FRÍ  síðastliðinn laugardag.

 

Dóra Gunnarsdóttir sat í stjórn og varastjórn FRÍ í tæpa tvo áratugi. Hún var einnig í fararstjórn í Evrópubikarnum til fjölda ára og þar sem hún var lykilmanneskja í undirbúningi og umsjón með keppendum. Auk þess sem hún starfaði á mótum og aðstoðaði við mörg stærri verkefni sem FRÍ tók að sér t.d. Mótaþing EAA sem haldið var hér á landi 2005.

Egill Eiðsson var ötull keppandi meðal annars fyrir UÍA. Hann var unglingamethafi í 400 m hlaupi, landsliðsmaður til margra síðan verkefnisstjóri unglingamála FRÍ og framkvæmdastjóri þess í um áratug.Hann stýrði reyndar líka íþróttastefnu sambandsins samhliða framkvæmdastjórastöðunni og því má segja að hann hafi gengt tveimur hlutverkum. Hann er nú starfandi sem þjálfari, en lengst af sem verkefnisstjóri og sinnti hann einnig þjálfunarstörfum. Hann á sæti nú í Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ.

Unnar var einnig fjölhæfur keppnismaður og keppti á sínum tíma undir merkjum UÍA. Hann var lykilmaður í landsliði til fjölda ára og átti Íslandsmet í hástökki á tímabili. Hann hefur sinnt þjálfun af mikilli alúð undanfarna tvo áratugi og verið leiðandi í barna- og unglingaþjálfun þar sem hann hefur verið hverju sinni og verið ötull að fylgja sínu fólki eftir á því sem næst öll mót sem það hefur verið að keppa á. Hann hefur sótt námskeið erlendis í þjálfun og verið þjálfari í fjölmörgum ferðum á vegum FRÍ.

Aðrir sem hlutu viðurkenningarskjal IAAF voru Jón Benónýsson, Ingimundur Ingimundarsons, Sigurður Pétur Sigmarsson, Súsana Helgadóttir, Ólafur Guðmundsson, Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Arnþór Sigurðsson, Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, Guðrún Ingólfsdóttir, Gunnar Páll Jóamkimsson, Helgi S. Haraldsson, Hlynur Guðmundsson, Íris Grönfeld og Trausti Sveinbjörnsson.

Friðrík Þór Óskarsson, Sigurður Haraldsson, Valgerður Auðunsdóttir, Birgir Guðjónsson, Vésteinn Hafsteinsson, Stefán Jóhannsson og hjónin Þórdís Gísladóttir og Þráinn Hafsteinsson og Ragnheiður Ólafsdóttir og Eggert Bogason.

Við úthlutun var horft til þeirra fjölbreyttu flóru einstaklinga sem lagt hefur hreyfingunni lið á undanförnum aldarfjórðungi. Við mat var litið til umfangs starfs, árangurs og fjölbreytileika í störfum.

Við óskum okkar fólki sem og öðrum viðurkenningarhöfum innilega til hamingju.

Meðfylgjandi mynd er fengin af vef FRÍ á henni má sjá þá viðurkenningarhafa sem veittu viðurkenningum sínum viðtöku á laugardaginn.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok