Körfuknattleikslið Hattar byrjar tímabilið með krafti
Lið Hattar í körfuknattleik karla kemur sterkt til leiks í 1. deildinni í körfuboltanum, og hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og tyllt sér á toppinn í deildinni, ásamt Hamri og Val.
Í fyrstu umferð fékk Höttur Þór Akureyri í heimsókn í Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum og vann öruggan sigur, 100-83, fyrir fullu húsi áhorfenda. Frisco Sandidge var stigahæstur í leiknum.
Síðastliðið föstudagskvöld sigraði Höttur ÍA á Akranesi 73-89. Höttur náði yfirtökunum strax í leiknum, var yfir 10-28 eftir fyrsta fjórðung og 36-44 í hálfleik.
ÍA byrjaði vel í seinni hálfleik og komst yfir, 45-44. Hattarmenn svöruðu með frábærum seinni hluta þriðja fjórðungs og voru 51-70 yfir að honum loknum. Sú forusta hélst til loka.
Frisco lét aftur verulega að sér kveða og setti niður 27 stig og tók 12 fráköst.
Liðið leikur sinn næsta leik gegn Val á fimmtudagskvöldið klukkan 18:30.