Fjölbreytt dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli Hugins Fellum

Ungmennafélagið Huginn Fellum fagnar nú 80 ára afmæli en félagið var stofnað 16. október 1932 á Ormarsstöðum í Fellum og voru stofnfélagar 29 talsins. Í tilefni afmælisins stendur félagið, í samvinnu við Fellaskóla sem um þessar mundir fagnar 25 ára afmæli, fyrir fjölbreyttri íþróttadagskrá.

 

Fimmtudaginn 1. nóvember verður opið skákmót í Fellaskóla og hefst mótið kl 20:00. Skákmenn á öllum aldri eru hvattir til að mæta.

Laugardaginn 3. nóvember fer fram borðtennismót í Fellaskóla og hefst það klukkan 11:00. Klukkan 15:00 sama dag verður blásið til lknattspyrnueiks á Fellavelli en þar mætast goðsagnir Hugins í Fellum og yngri leikmenn í Fellum.

Við óskum Huginn Fellum innilega til hamingju með áfangann og góðrar skemmtunnar næstu daga.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok