Fjölbreytt dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli Hugins Fellum
Ungmennafélagið Huginn Fellum fagnar nú 80 ára afmæli en félagið var stofnað 16. október 1932 á Ormarsstöðum í Fellum og voru stofnfélagar 29 talsins. Í tilefni afmælisins stendur félagið, í samvinnu við Fellaskóla sem um þessar mundir fagnar 25 ára afmæli, fyrir fjölbreyttri íþróttadagskrá.
Fimmtudaginn 1. nóvember verður opið skákmót í Fellaskóla og hefst mótið kl 20:00. Skákmenn á öllum aldri eru hvattir til að mæta.
Laugardaginn 3. nóvember fer fram borðtennismót í Fellaskóla og hefst það klukkan 11:00. Klukkan 15:00 sama dag verður blásið til lknattspyrnueiks á Fellavelli en þar mætast goðsagnir Hugins í Fellum og yngri leikmenn í Fellum.
Við óskum Huginn Fellum innilega til hamingju með áfangann og góðrar skemmtunnar næstu daga.