Fjölskyldugöngu á Sandfell frestað til 15. september

Ákveðið hefur verið að fresta fjölskyldugöngu á fjall UÍA 2012, Sandfell við Fáskrúðsfjörð, sem vera átti nú á sunnudaginn.

Veðurspáin fyrir sunnudaginn er æði kaldranaleg, rigning, rok og kuldi. Við stefnum því á Sandfellstind, laugardaginn 15. september og leggjum glaðbeitt af stað frá bílastæðinu við fellið og Víkurgerðisána kl 10:00. 

Áætlaður göngutími er 5 klst, en áætlað er að æja í botni Fleinsdals, gæða sér á nesti og fara í leiki. Þar geta yngstu göngugarparnir og fylgdarmenn þeirra snúið við leggi þeir ekki í tindinn sjálfan.

Sandfell er sérstæður bergeitillinn 734 m hár og 600 m þykkur og er eitt besta sýnishorn frá tertíertíma á norðurhveli jarðar.

Sérstök Fjölskyldan á fjallið gestabók er á toppi fellsins en nú í haust dregur UMFÍ út heppna göngugarpa sem lagt hafa leið sína á fjöll sem tilheyra verkefninu Fjölskyldan á fjallið.

Göngugarpar eru hvattir til að klæða sig eftir veðri og hafa með sér staðgott nesti.

Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu UÍA í síma  4711353 eða í tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Allir velkomnir.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok