Fjölskyldustemming í Víðavangshlaupi UÍA
Víðavangshlaup UÍA fór fram í samstarfi við frjálsíþróttadeild Hattar síðastliðinn laugardag. Ríflega 20 keppendur, jafnt stórir sem smáir, tóku á sprett um Selskóg og nágreni hans í hæglætis veðri.
Sprettur Sporlangi lét sig ekki vanta og aðstoðaði dyggilega við ræsingu og verðlaunaafhendingu.
Keppendur 10 ára og yngri hlupu 1,5 km, nokkrir í fylgd með foreldrum enda sumir hverjir æði lágir í loftinu, en yngsti þátttakandi hlaupsins var þriggja ára.
11-14 ára kepptu í 3 km og var þar keppni æsi spennandi, en fyrstu fjórir hlaupararnir skiluðu sér nánast hnífjafnir í mark og mátti Sprettur hafa sig allan við að hengja þátttökupeninga á þá alla. Fullorðnum gafst færi á 3 km skemmtiskokki og nýttu sér það nokkrir.
15 ára og eldri kepptu í 10 km og þreyttu fjórir hlauparar þá vegalengd.
Úrslit urðu eftirfarandi:
11-12 ára stúlkur 3 km
1. Halla Helgadóttir, Hetti
2. Ásdís Hvönn Jónsdóttir, Hetti
3. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hetti
11-12 ára strákar 3 km
1. Daði Þór Jóhannson, Leikni
2. Hjálmar Óli Jóhannson, Þristi
3. Almar Aðalsteinsson, Hetti
13-14 ára stelpur 3 km
1. Embla Tjörvadóttir, Hetti
2. Hrefna Ösp Heimisdóttir, Hetti
13-14 ára strákar 3 km
1. Mikael Máni Freysson, Þristi
15 ára og eldri konur 10 km
1. Lillý Viðarsdóttir tími 48,58 mín
2. Silja Arnfinnsdóttir tími 63,50 mín
15 ára og eldri karlar 10 km
1. Jón Jónsson tími 45,52 mín
2. Aðalsteinn Þórhallson 62,22 mín
Nokkrir heppnir þátttakendur fengu útdráttarverðlaun en Nettó, Íslensku alparnir og UÍA gáfu þau.
Við þökkum frjálsíþróttadeild Hattar fyrir samstarfið, styrktaraðilum fyrir stuðninginn og þátttakendum kærlega fyrir skemmtilega hlaupastund í skóginum.