Fjölskyldan á Sandfell við Fáskrúðsfjörð
Næstkomandi sunnudag efnir UÍA til fjölskyldugöngu á Sandfell við Fáskrúðsfjörð, fjall UÍA 2012, í samstarfi við Leikni á Fáskrúðsfirði.
Lagt verður af stað frá bílastæðinu við fellið, sem stendur við þjóðveginn við brú á Víkurgerðisánni, kl 10:00. Guðrún Gunnarsdóttir og Eysteinn Friðbergsson gönguhrólfar leiða göguna.
Áætlaður göngutími er 5 klst, en áætlað er að æja í botni Fleinsdals, gæða sér á nesti og fara í leiki. Þar geta yngstu göngugarparnir og fylgdarmenn þeirra snúið við leggi þeir ekki í tindinn sjálfan.
Sandfell er sérstæður bergeitillinn 734 m hár og 600 m þykkur og er eitt besta sýnishorn frá tertíertíma á norðurhveli jarðar.
Sérstök Fjölskyldan á fjallið gestabók er á toppi fellsins en nú í haust dregur UMFÍ út heppna göngugarpa sem lagt hafa leið sína á fjöll sem tilheyra verkefninu Fjölskyldan á fjallið.
Göngugarpar eru hvattir til að klæða sig eftir veðri og hafa með sér staðgott nesti.
Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu UÍA í síma 4711353 eða í tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Allir velkomnir.