Þetta afrekuðum við á Unglingalandsmótinu: Myndir og úrslit

 

Tæplega 100 keppendur á vegum UÍA mættu til leiks á Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var á Selfossi um verslunarmannahelgina. Fjölmörg verðlaun skiluðu sér í hús. Hér er farið yfir helstu afrek UÍA fólks á mótinu.

 

 

Eitt stærsta afrek UÍA-hópsins vann Halla Helgadóttir strax á föstudagsmorgninum þegar hún stökk 9,01 metra í þrístökki og setti unglingalandsmótsmet í flokki 11 ára stelpna. Halla náði einnig silfri í 600 metra hlaupi (1:58,18 mín), hástökki (1,27 m.) og langstökki (4,24 m.) Þá varð hún þriðja í 60 metra hlaupi (9,59 sek).

Henrý Elís Gunnlaugsson varð fyrstur í 600 metra hlaupi 12 ára pilta á tímanum 1:49,36 mín., sex sekúndum á undan næstu mönnum.

Helga Jóna Svansdóttir vann fern bronsverðlaun í flokki 14 ára stúlkna: í 100 metra hlaupi (13,63 sek.,) 80 metra grindahlaupi (13,49 sek.), hástökki (1,47 m.) og þrístökki (9,64 m.)

Í sama flokki varð Hrefna Ösp Heimisdóttir önnur í 800 metra hlaupi (2:32,76 mín.) og þriðja sæti í langstökki (4,58 m.)

Heiða Elísabet Gunnarsdóttir varð önnur í langstökki 12 ára stúlkna (4,18 m.) og þrístökki (8,86 m.) Daði Fannar Sverrisson vann silfurverðlaun í spjótkasti 16-17 ára stráka (51,39 m.) og bronsverðlaun í kringlukasti (37,25 m.) og grindahlaupi.

Daði Þór Jóhannsson varð þriðji í þrístökki 12 ára pilta (9,58 m.) og Mikael Máni Freysson í sama sæti í hástökki pilta 14 ára (1,56 m.). Sveit UÍA varð í öðru sæti í 4x100 metra boðhlaupi pilta og UÍA-eldibrandar var þriðja í boðhlaupi 11 ára stúlkna.

Hubert Henryk Wojtas vann fern verðlaun í sundi í flokki 11-12 ára stráka. Hann varð annar í 100 metra bringusundi (1:58,14 mín.), og þriðji í 50 metra skriðsundi (38,41 sek.), 100 metra skriðsundi (1:29,82 sek.) og 50 metra bringusundi (53,83 sek.).

Kamilla Marin Björgvinsdóttir vann þrenn verðlaun í sundi 11-12 ára stúlkna. Hún varð önnur í 50 metra bringusundi (1:47,77 mín.) og þriðja í 100 metra fjórsundi (1:35,05 mín.) og 100 metra skriðsundi (1:22,49 mín.). Í sama flokki varð Eva Dröfn Jónsdóttir þriðja í 50 metra baksundi (44,01 sek.)

UÍA átti leikmenn í liðum sem náðu góðum árangri í boltaíþróttum. Air vann körfuknattleik stráka 17-18 ára, Valsskvísur urðu í öðru sæti í flokki 15-16 ára stelpna og Rauðrófurnar í flokki 11-12 ára stráka eftir að hafa tapað úrslitaleiknum í æsilegri vítaspyrnukeppni.

Kristín Embla Guðjónsdóttir vann gullverðlaun í flokki stelpna 11-12 ára í glímu.

Ólafur Tryggvi Þorsteinsson varð unglingalandsmótsmeistari í 14-15 ára unglingaflokki í mótorkrossi og Kári Tómasson komst á verðlaunapall í 85 cc flokki.

Mikael Máni Freysson var eini keppandi UÍA í starfsíþróttum, sem voru á dagskrá Unglingalandsmót í fyrsta sinn. Máni varð annar í stafsetningu, gerði fjórar villur.

Í flokki 15-18 ára í skák varð Nökkvi Jarl Óskarsson í öðru sæti og Ásmundur Hrafn Magnússon í þriðja sæti.

Heildarúrslit mótsins.

Myndir af UÍA-fólki.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok