UÍA á fundi með gestum frá Rúnavík í Færeyjum

Formaður UÍA var meðal þeirra sem sátu fundi með þriggja manna sendinefnd frá Rúnavík í Færeyjum, vinabæ Fljótsdalshéraðs sem voru þar í heimsókn fyrir skemmstu.

Á fundinum var meðal annars rætt hugsanlegt samstarf á milli svæðanna á sviði ungmenna- og íþróttamála. Möguleikar eru til dæmis fyrir hendi á æfinga- og keppnisferðum eða annars konar viðburðum. Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn var þá nýafstaðin og kynnt fyrir Færeyingunum auk Sumarhátíðar UÍA. Í Færeyjum eru til dæmis engar golfbrautir „aðeins teigur og síðan hola,“ eins og sagt var í gamni á fundinum.

Í Rúnavík er eitt sterkasta knattspyrnulið Færeyja og spilaði það meðal annars við enska úrvalsdeildarliðið Fulham í forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrra. Mikil handboltahefð er þar og róður stundaður af miklu kappi, grein sem ekki fyrirfinnst á Íslandi nema í líkamsræktarstöðum og á sjómannadaginn.

Í fyrra tóku keppendur frá Sandavógi í Færeyjum, vinabæ Fjarðabyggðar, þátt í strandblakskeppni Sumarhátíðarinnar en þeir voru þá staddir í Neskaupstað í Fjarðabyggð. Á níunda áratugnum tók hópur Færeyinga þátt í Sumarhátíð UÍA.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok