Keppnisgreinar á Landsmóti 50+ liggja fyrir

Nú liggur fyrir í hvaða  keppnisgreinum verður keppt í á 3. Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið verður í Vík í Mýrdal næsta sumar. Mótið er íþrótta - og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða afþreying fyrir keppendur og gesti. Einnig verður boðið upp á fræðslu um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt fjöldi annarra viðburða.

Lesa meira

Vel heppnaður dansdagur hjá UMF Þristi

Nú í lok nóvember hélt UMF Þristur þemadag á Hallormsstað. Þemað að þessu sinni var dans og óhætt er að segja að dansinn hafi dunað dátt þennan daginn. En 15 þátttakendur dönsuðu af sér skóna langt fram eftir degi. Áhersla var lögð annars vegar á freestyle dansa undir stjórn Emilíu Antonsdóttur Crivello og hins vegar samkvæmisdansa sem Michelle Lynn Mielnik og Bjarki Sigurðsson leiddu.

Lesa meira

Herumótið í blaki á laugardaginn.

Herumótið í blaki verður haldið laugardaginn 1. desember í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Mótið er til styrktar Heru Ármannsdóttur sem hefur verið að berjast við erfið veikindi. Hera hefur gert svo mikið fyrir blakíþróttina og langaði samherja hennar í Hetti að gera eitthvað fyrir hana og fjölskyldu hennar á móti.

Lesa meira

Dagur sjálfboðaliðans í dag

Alþjóðlegi sjálfboðaliðsdagurinn er í dag 5. desember. Dagurinn er opinberlega viðkenndur af Sameinuðu þjóðunum sem dagur þar sem sjálfboðaliðar um allan heim eru viðurkenndir og fagnað fyrir framlag þeirra og skuldbindingu.

Innan íþróttarhreyfingarinnar starfa ótal sjálfboðaliðar að hinum ýmsu verkefnum og ljóst að án þeirra framlags væri íþróttastarf í landinu ekki svipur hjá sjón.

Lesa meira

Skíðasvæðin opin um helgina

Skíðamenn og -konur hafa sennilega kæst yfir fannfergi síðustu vikna og mun gleðin sennilega ná hámarki um helgina en þá opnar skíðasvæðið í Stafdal þennan veturinn og munu skíðaæfinar SKÍS hefjast á sunnudag.

Allar frekari upplýsingar um opnunartíma má finna á heimasíðu Stafdals.

Einnig er nógur snjór í Oddskarði en þar hafa skíðamenn geta brunað um brekkurnar í rúma viku. Þar verða báðar lyfturnar opnar um helgina og nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á heimasíðu Oddskarðs.

Lesa meira

Bikarmót UÍA í sundi ÚRSLIT og MYNDIR

Bikarmót Austurlands í sundi fór fram á Djúpavogi síðastliðinn sunnudag. Ríflega 80 keppendur frá sex sunddeildum á Austurlandi mættu til leiks og kepptust við að safna stigum fyrir sitt félag. En mótið er stigamót þar sem stigahæsta liðið hlýtur tiltilinn Bikarmeistari Austurlands.

Lesa meira

Æfingabúðir Afrekshóps UÍA í sundi.

Um síðustu helgi voru haldnar æfingabúðir fyrir afrekshóp UÍA í sundi í tengslum við bikarmót UÍA á Djúpavogi. En hópnum er ætlað að styðja við efnilegt sundfólk á svæðinu og hvetja það til frekari afreka í íþróttinni. Sunddeildirnar sex á Austurlandi standa að hópnum en yfirþjálfari hans er Óskar Hjartarson. Æfingabúðirnar hófust með stuttum fundi kl 17:00 á laugardag, þar var meðal annars farið yfir það sem framundan er í vetur og ljóst að af nógu er að taka. Stefnt er að því að halda 10 æfingabúðir á ári, sækja sundmót utan fjórðungs og mögulega sækja æfingabúðir með öðrum félögum.

Lesa meira

Konur ráða ríkjum hjá Blæ

Þann 22. nóvember síðastliðinn hélt Hestamannfélagið Blær Norðfirði aðalfund sinn fyrir starfsárið 2012-2013. Þar var kosið til stjórnar þar sem flestir í fráfarandi stjórn gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. 

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ