Keppnisgreinar á Landsmóti 50+ liggja fyrir
Nú liggur fyrir í hvaða keppnisgreinum verður keppt í á 3. Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið verður í Vík í Mýrdal næsta sumar. Mótið er íþrótta - og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða afþreying fyrir keppendur og gesti. Einnig verður boðið upp á fræðslu um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt fjöldi annarra viðburða.
Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS), Ungmennafélags Íslands og Mýrdalshrepps.
Fyrirhugaðar keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup, boccia, bridds, golf, frjálsar hestaíþróttir, hringdansar, línudans, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, sund, sýningar, þríþraut og hjólreiðar. Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta tekið þátt. Frekari upplýsingar um gistiaðstöðu verður að finna inn á heimasíðu mótsins innan tíðar.