Dagur sjálfboðaliðans í dag

Alþjóðlegi sjálfboðaliðsdagurinn er í dag 5. desember. Dagurinn er opinberlega viðkenndur af Sameinuðu þjóðunum sem dagur þar sem sjálfboðaliðar um allan heim eru viðurkenndir og fagnað fyrir framlag þeirra og skuldbindingu.

Innan íþróttarhreyfingarinnar starfa ótal sjálfboðaliðar að hinum ýmsu verkefnum og ljóst að án þeirra framlags væri íþróttastarf í landinu ekki svipur hjá sjón.

 

Hér á starfssvæði UÍA erum við svo lánsöm að eiga ótal kröftuga sjálfboðaliða sem gera okkur kleift að halda hina ýmsu íþróttaviðburði stóra sem smáa. Mikilvægi samtakamáttar og sjálfboðaliðastarfa sást greinilega er Austfirðingar héldu Unglingalandsmót í fyrrasumar. Þar störfuðu vel yfir 400 sjálfboðaliðar við hin ýmsu störf og sköpuð með metnaði sínum, elju og starfsgleði íþróttaviðburð, sem við gátum öll verði stolt af, og skapaði ótal skemmtilegar minningar í hugum bæði gesta og heimamanna.

UÍA þakkar öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem gefa vinnu sína í þágu íþrótta-og æskulýðsstarfs fyrir ómetanlegt framlag þeirra.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok