Bikarmót UÍA í sundi ÚRSLIT og MYNDIR
Bikarmót Austurlands í sundi fór fram á Djúpavogi síðastliðinn sunnudag. Ríflega 80 keppendur frá sex sunddeildum á Austurlandi mættu til leiks og kepptust við að safna stigum fyrir sitt félag. En mótið er stigamót þar sem stigahæsta liðið hlýtur tiltilinn Bikarmeistari Austurlands.
Heimamenn í Neista á Djúpavogi tefldu fram fjölmennu og öflugu liði, staðráðnir í að verja tiltilinn en Neisti sigraði mótið í fyrra. Mikil spenna ríkti þegar úrslit voru tilkynnt og fagnaðarlæti heimamanna létu ekki á sér standa þegar ljóst var að Neisti bar sigur úr bítum bæði sem stigahæsta karla- og kvennalið sem og í heildarstigakeppni mótsins. Lið Leiknis varð í öðru sæti í heildarstigakeppni mótsins og Austri í því þriðja.
Framkvæmd mótsins var í höndum sundráðs UÍA og gekk vel, en fjöldi sjálfboðaliða lagði sitt af mörkum. Einn þeirra var Sprettur Sporlangi sem veitti verðlaun og vakti almenna kátínu keppenda og áhorfenda.
Við óskum Neista til hamingju með árangurinn og þökkum keppendum og starfsfólki ánægjulegt mót.
Hér má sjá heildarúrslit mótsins
og hér má sjá úrslit úr stigakeppninni.
Hér í myndasafni má sjá myndir af mótinu.
Á myndinni hér til hægri má sjá nýkrýnda Bikarmeistara Austurlands í Neista fagna árangrinum ásamt Spretti Sporlanga.
Á myndinni til vinstri sjást Leiknismenn hampa bikar fyrir annað stigahæsta lið mótsins.