Herumótið í blaki á laugardaginn.

Herumótið í blaki verður haldið laugardaginn 1. desember í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Mótið er til styrktar Heru Ármannsdóttur sem hefur verið að berjast við erfið veikindi. Hera hefur gert svo mikið fyrir blakíþróttina og langaði samherja hennar í Hetti að gera eitthvað fyrir hana og fjölskyldu hennar á móti.

Mótið byrjar kl. 13.00 og stendur eitthvað fram eftir degi. Mótsgjaldið er 2000 kr á mann og skal það borgast í peningum við upphaf mótsins. Bæði er hægt að skrá lið og einstaklinga. Einnig verður veitingasala á staðnum og rennur allur ágóði af henni sem og mótsgjöldin, til Heru og fjölskyldu hennar.

Við hvetjum alla til að vera með hvort sem þeir kunna eitthvað í blaki eða ekki. Aðal málið er að hafa gaman og skemmta sér og öðrum. Einnig hvetjum við fólk til að kíkja við og fá sér kaffi og horfa á nokkra leiki.

Upplýsingar og skráning er hjá Elínborgu og Aðalsteini í síma: 8683178 eða netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl 23:59 miðvikudaginn 28. nóvember.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Heru og liðsfélaga hennar á góðri stundu á Austurlandsmóti í blaki fyrir nokkrum árum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok