Rakel Dís íþróttamaður Vals 2012

Íþróttamaður Vals var krýndur í lok Fjórðungsglímu Austurlands nú rétt fyrir áramót. Sex íþróttamenn voru tilnefndir þau;

Rakel Dís Björnsdóttir knattspyrna, Magnús Guðlaugur Magnússon knattspyrna, Eva Dögg Jóhannsdóttir glíma, Hjalti Þórarinn Ásmundsson glíma, Alexandra Elíasdóttir skíði, Elmar Blær Elíasson skíði.

Lesa meira

Þorbjörg Ólöf íþróttamaður Fjarðabyggðar

Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, blakkona úr Þrótti, er íþróttamaður Fjarðabyggðar árið 2012 en verðlaunin voru afhent í síðustu viku. Þorbjörg hefur lengi verið lykilmaður í Þróttarliðinu sem náði ágætum árangri í fyrra.

Lesa meira

Snæfell 2012 komið út

Nýjasta tölublaði Snæfells var dreift til Austfirðinga í vikunni. Þar kennir ýmissa grasa. Farið er yfir árið hjá UÍA í máli og myndum. Aðalviðtal blaðsins er við Rafn Heiðdal, fyrrverandi knattspyrnumann frá Djúpavogi.

Lesa meira

Brettakennsla í Stafdal

 

Laugardaginn 5. janúar kl 13.30 - 15.00 verður brettakennari í Stafdal. Hann mun fara yfir grunnatriði við svig og stökk og fleira. Námskeiðið er ekki fyrir algjöra byrjendur, heldur þá sem geta bjargað sér sjálfir upp og niður.

Lesa meira

Hlaup númer þrjú í vetrarhlaupasyrpu Hlaupahéranna á Egilsstöðum.

Að morgni gamlársdags fer fram þriðja vetrarhlaupið í vetrarhlaupasyrpu Hlaupahéranna á Egilsstöðum.

Eins og vanalega verða hlauparar ræstir frá Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum en að þessu sinni hefst hlaupið klukkan 10:00. Byrjað verður að taka við skráningum hálftíma fyrir hlaup. Þátttökugjald er 1.000 kr. og innifalin er létt hressing. Vakin er athygli á því að sundlaugin er lokuð þennan dag svo ekki er hægt að láta líða úr sér í pottinum eftir hlaupið.

Lesa meira

Skinfaxi með austfirsku ívafi

Okkar fólk er áberandi í nýjasta hefti Skinfaxa tímarits UMFÍ. Helka Kolka Hlöðversdóttir úr Neskaupstað segir þar frá dvöl sinni í lýðháskóla í Árósum (bls 28-29), æfingabúðir UÍA í frjálsum fá heilsíðu frétt (bls 4), tveir fulltrúar frá okkur segja frá námskeiði NSU (bls 38-40) og viðtal við Kristján Fjallanger (bls 34-45) var skrifað hér eystra.

Lesa meira

Hörð barátta um Aðalsteinsbikarinn

Fjórðungsglíma Austurlands – keppnin um Aðalsteinsbikarinn fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2012.

 

Fimmtán keppendur kepptu í tveimur flokkum karla og tveimur flokkum kvenna, en þar sem keppendur voru heldur færri en undanfarin ár voru 13-15 ára flokkar sameinaðir karla og kvennaflokkum. Mótið gekk vel fyrir sig og sjá mátti margar fjörugar glímur um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði.

Lesa meira

Þorbjörg íþróttamaður Þróttar 2012

Þróttur tilnefndi íþróttamann ársins í gær, þar varð fyrir valinu blakkonan Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, en hún var einnig valin blakari ársins hjá Þrótti.

Lesa meira

Fjórðungsglíma Austurlands 27. desember

Fjórðungsglíma Austurlands, baráttan um Aðalsteinsbikarinn verður háð í íþróttahúsinu á Reyðarfirði fimmtudaginn 27. desember kl 17:00-18:00.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ