Snæfell 2012 komið út

Nýjasta tölublaði Snæfells var dreift til Austfirðinga í vikunni. Þar kennir ýmissa grasa. Farið er yfir árið hjá UÍA í máli og myndum. Aðalviðtal blaðsins er við Rafn Heiðdal, fyrrverandi knattspyrnumann frá Djúpavogi.

Rafn var að verða tuttugu og þriggja ára, átti von á barni og nýbyrjaður að spila í fyrstu deildinni í knattspyrnu þegar hann greindist með krabbamein. Við tók löng og erfið meðferð við krabbameininu og síðan við alkóhólisma. Snæfell ræddi við Rafn um fisk og fótbolta á Djúpavogi, baráttuna við veikindin og löngunina til að hjálpa öðrum.

Af öðru efni má nefna viðtal við Helenu Kristínu Gunnarsdóttur, íþróttamann UÍA árið 2011 en hún söðlaði um á árinu, fór frá Þrótti Neskaupstað til Bandaríkjanna þar sem hún spilar blak með Lee Collage í Texas. Við ræðum einnig við Ólaf Tryggva Þorsteinsson og Höllu Helgadóttur, Unglingalandsmótsfara.

 

Blaðið er hægt að lesa hér.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok