Akstursíþróttamenn stofna nýtt sérsamband

Stofnþing Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) var haldið í gær í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Með stofnun AKÍS eru sérsambönd innan ÍSÍ orðin 29 talsins. Akstursíþróttir eru stundaðar innan vébanda átta héraðssambanda/íþróttabandalaga og er UÍA eitt þeirra.

 

Stjórn AKÍS skipa þeir; Lárus Blöndalformaður, Ari Jóhannsson,  Tryggvi Þórðarson, Ragnar Róbertsson, Gunnar Hjálmarsson, Guðbergur Reynisson, Ólafur Guðmundsson og Björgvin Ólafsson.

Meðfylgjandi mynd var tekin af nýrri stjórn eftir stofnfundinn í gær og er fengi með góðfúslegu leyfi af heimasíðu ÍSÍ.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok