Mikið var um að vera í blakinu á Norðfirði um helgina, en þá sóttu kvenna- og karlalið HK, Þrótt heim. Þróttarkonur höfðu sigur 3-0 og var Hulda Elma Eysteinsdóttir Þrótti stigahæst með 14 stig. Þróttur trónir því á toppnum í Mikasadeild kvenna.
Fyrirhugað er að vera með opna inniaðstöðu Skotfélagsins Dreka í íþrottahúsinu a Eskifirði miðvikudaginn 23. næstkomandi eru félagsmenn og allir sem hafa áhuga a skotíþrottum hvattir til að mæta og kynna ser aðstöðu félagsins og tæki og byssur sem eru i eigu félagsins.
Næstkomandi sunnudag halda skíðasvæði víðsvegar um heim upp á Snjór um víða veröld daginn. Markmið dagsins er að vekja athygli á skíðaíþróttinni og hvetja byrjendur sem og þrautreynt skíðafólk til að njóta alls þessa sem íþróttin hefur upp á að bjóða.
Í Stafdal verður boðið upp á eftirfarandi dagskrá:
Íþróttafélagið Huginn á Seyðisfirði mun fagna 100 ára afmæli á komandi sumri. Ráðgert er að efna til glæsilegrar afmælishátíðar dagana 28.-30. júní. Margir smærri viðburðir verða nú á árinu í tilefni afmælisins og sá fyrsti var haldinn þann 11. janúar er félagið stóð fyrir íþróttadegi í íþróttahúsinu á Seyðisfirði.
Frjálsíþróttaráð UÍA stendur fyrir samæfingu í frjálsum íþróttum föstudaginn 18. janúar kl 15:30-17:30 í Fjarðahöllinni á Reyðarfirði. Æfingin er öllum opin 11 ára og eldri sem áhuga hafa á frjálsum íþróttum og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Á morgunn, laugardaginn 19. janúar fer fram hin árlega Nýárssýning fimleikadeildar Hattar. Þar munu iðkendur deildarinnar setja upp fimleikaleikritið Skógarævintýri Móglís, sem er stórskemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna.
Snjór um víða veröld-World Snow Day verður haldinn hátíðlegur þann 20. janúar í Oddsskarði.
Skíðamiðstöð Austurlands Oddsskarði og Skíðafélag Fjarðabyggðar býður öllum frítt í Austfisku Alpana á sunnudaginn. Munum við bjóða upp á frítt kakó og kaffi í skálanum.
Skíðafélagið aðstoðar byrjendur á skíðum og bretti að taka sitt fyrsta rennsli í brekkunum.
Fjarðaálsmótið á skíðum fór fram í Oddskarði um helgina. Mótið tókst í alla staði mjög vel, þátttaka góð og veður og aðstæður í fjallinu eins og best verður á kosið. Keppt var í svigi og stórsvigi fyrir keppendur 7-15 ára en 6 ára og yngri spreyttu sig í stórsvigi og leikjabraut.