HK sótti Þrótt heim um helgina

Mikið var um að vera í blakinu á Norðfirði um helgina, en þá sóttu kvenna- og karlalið HK, Þrótt heim. Þróttarkonur höfðu sigur 3-0 og var Hulda Elma Eysteinsdóttir Þrótti stigahæst með 14 stig. Þróttur trónir því á toppnum í Mikasadeild kvenna.

Lesa meira

Rabbkvöld Dreka

 

Fyrirhugað er að vera með opna inniaðstöðu Skotfélagsins Dreka í íþrottahúsinu a Eskifirði miðvikudaginn 23. næstkomandi eru félagsmenn og allir sem hafa áhuga a skotíþrottum hvattir til að mæta og kynna ser aðstöðu félagsins og tæki og byssur sem eru i eigu félagsins.

Lesa meira

Snjór um víða veröld dagskráin í Stafdal

Næstkomandi sunnudag halda skíðasvæði víðsvegar um heim upp á Snjór um víða veröld daginn. Markmið dagsins er að vekja athygli á skíðaíþróttinni og hvetja byrjendur sem og þrautreynt skíðafólk til að njóta alls þessa sem íþróttin hefur upp á að bjóða.

Í Stafdal verður boðið upp á eftirfarandi dagskrá:

Lesa meira

Huginn á Seyðisfirði hefur hundraðasta starfsár sitt með stæl

Íþróttafélagið Huginn á Seyðisfirði mun fagna 100 ára afmæli á komandi sumri. Ráðgert er að efna til glæsilegrar afmælishátíðar dagana 28.-30. júní. Margir smærri viðburðir verða nú á árinu í tilefni afmælisins og sá fyrsti var haldinn þann 11. janúar er félagið stóð fyrir íþróttadegi í íþróttahúsinu á Seyðisfirði.

Lesa meira

Samæfing í frjálsum íþróttum 18. janúar

Frjálsíþróttaráð UÍA stendur fyrir samæfingu í frjálsum íþróttum föstudaginn 18. janúar kl 15:30-17:30 í Fjarðahöllinni á Reyðarfirði.  Æfingin er öllum opin 11 ára og eldri sem áhuga hafa á frjálsum íþróttum og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Lesa meira

Nýárssýning fimleikadeildar Hattar

Á morgunn, laugardaginn 19. janúar fer fram hin árlega Nýárssýning fimleikadeildar Hattar. Þar munu iðkendur deildarinnar setja upp fimleikaleikritið Skógarævintýri Móglís, sem er stórskemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna.

Lesa meira

Snjór um víða veröld: Dagskrá í Oddskarði

Snjór um víða veröld-World Snow Day verður haldinn hátíðlegur þann 20. janúar í Oddsskarði.

Skíðamiðstöð Austurlands Oddsskarði og Skíðafélag Fjarðabyggðar býður öllum frítt í Austfisku Alpana á sunnudaginn. Munum við bjóða upp á frítt kakó og kaffi í skálanum.

Skíðafélagið aðstoðar byrjendur á skíðum og bretti að taka sitt fyrsta rennsli í brekkunum.

Lesa meira

Vel heppnað Fjarðarálsmót í Oddskarði um helgina

Fjarðaálsmótið á skíðum fór fram í Oddskarði um helgina. Mótið tókst í alla staði mjög vel, þátttaka góð og veður og aðstæður í fjallinu eins og best verður á kosið. Keppt var í svigi og stórsvigi fyrir keppendur 7-15 ára en 6 ára og yngri spreyttu sig í stórsvigi og leikjabraut. 

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ