Huginn á Seyðisfirði hefur hundraðasta starfsár sitt með stæl

Íþróttafélagið Huginn á Seyðisfirði mun fagna 100 ára afmæli á komandi sumri. Ráðgert er að efna til glæsilegrar afmælishátíðar dagana 28.-30. júní. Margir smærri viðburðir verða nú á árinu í tilefni afmælisins og sá fyrsti var haldinn þann 11. janúar er félagið stóð fyrir íþróttadegi í íþróttahúsinu á Seyðisfirði.

Þar tók fólk á öllum aldri þátt í ýmiskonar íþróttum hefðbundnum jafnt sem óhefðbundnum. Stefnt er að því að halda einn viðburð í mánuði fram að afmælishelginni og það er því vel þess virði að fylgjast með dagskránni, en á facebook má finna síðuna Huginn 100 ára og þar birtast fréttir af viðburðum tengdum afmælinu.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok