Vel heppnað Fjarðarálsmót í Oddskarði um helgina
Fjarðaálsmótið á skíðum fór fram í Oddskarði um helgina. Mótið tókst í alla staði mjög vel, þátttaka góð og veður og aðstæður í fjallinu eins og best verður á kosið. Keppt var í svigi og stórsvigi fyrir keppendur 7-15 ára en 6 ára og yngri spreyttu sig í stórsvigi og leikjabraut.
Fjölmargir sjálfboðaliðar lögðust á eitt við undirbúning og framkvæmd mótsins en Skíðafélag Fjarðabyggðar (SFF) og Skíðafélagið í Stafdal (SKIS) halda Fjarðaálsmót í samstarfi við Alcoa Fjarðaál, mótið er haldið til skiptis í Stafdal og í Oddsskarði.
Á heimasíðu SFF má finna úrslit í stórsvigi og svigi.