Snjór um víða veröld dagskráin í Stafdal
Næstkomandi sunnudag halda skíðasvæði víðsvegar um heim upp á Snjór um víða veröld daginn. Markmið dagsins er að vekja athygli á skíðaíþróttinni og hvetja byrjendur sem og þrautreynt skíðafólk til að njóta alls þessa sem íþróttin hefur upp á að bjóða.
Í Stafdal verður boðið upp á eftirfarandi dagskrá:
Skíðasvæðið opið frá 10:00 til 16:00. Frítt fyrir alla grunnskólakrakka í lyfturnar.
10:00 til 12:00 Boðið upp á andlitsmálningu í skíðaskála.
Kl 11:00 til 12:00 og 13:00 til 14:00 brettakennsla fyrir byrjendur við byrjendalyftu.
Tónlist í fjallinu og brautir fyrir gesti skíðasvæðisins.
Sprettur sporlangi kemur í heimsókn.
Allir hvattir til að mæta og gera sér glaðan dag.