Björnsmót á skíðum 16. og 17. febrúar

 

Björnsmót á skíðum verður haldið í Stafdal helgina 16. og 17. febrúar.

Björnsmót er öllum opið en til móts er sérstaklega boðið næstu nágrönnum, Fjarðabyggð, Hornfirðingum og Mývetningum.

Lesa meira

Eitt silfur og tvö brons á MÍ 15-22 ára

 

UÍA átti níu keppendur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. Þrenn verðlaun skiluðu sér í hús auk þess sem mikið var um bætingar hjá UÍA fólki.

Lesa meira

Lífshlaupið að hefjast: Allir með!

 

Lífshlaupið verður ræst í sjötta sinn miðvikudaginn 6. febrúar n.k. Um 20.900 manns tóku þátt í Lífshlaupinu á síðasta ári og fjölgaði þátttakendum um 4500 á milli ára. Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og er hægt að skrá þátttöku á vefsíðu Lífshlaupsins en þar gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í:

Vinnustaðakeppni frá 6. – 26. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur)

Hvatningarleik fyrir grunnskóla frá 6. – 19. febrúar, fyrir 15 ára og yngri (tvær vikur)

Einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið.

Lesa meira

Ístölt Austurlands

 

Nú styttist óðum í hið árlega Ístölt Austurland sem Freyfaxi stendur fyrir á Fljótsdalshéraði, en það verður haldið 23. febrúar n.k.  Mótið fer fram eins og undanfarin ár á Móavatni við Tjarnarland. Þar er góð aðstaða fyrir hendi, m.a. stórt hesthús og afbragðs aðstaða fyrir knapa og áhorfendur.

Lesa meira

Undirbúningur fyrir Öxi 2013 hafinn

Undirbúningur fyrir þríþrautarkeppnina Öxi 2013 er hafin. Fulltrúar UÍA og Djúpavogshrepps funduðu á Djúpavogi í síðustu viku en sambandið tekur virkan þátt í keppninni að þessu sinni. Keppnin í ár verður haldin laugardaginn 30. júní.

 

Lesa meira

Góður árangur austfirskra skíðakrakka á Bikarmóti

Fyrsta bikarmót vetrarins á skíðum í 14-15 ára flokki var haldið á Dalvík um helgina. Þar kepptu keppendur frá Skíðafélaginu Fjarðabyggðar og Skíðafélaginu í Stafdal sameiginlega undir merkjum UÍA á bikarmótum á vegum Skíðasambandsins.  Félögin tefla sameiginlega fram mjög sterkum hópi keppenda. 14 og 15 ára keppa saman, en veitt eru verðlaun á mótunum fyrir hvorn árgang fyrir sig.

Árangur okkar fólks okkar fólks var glæsilegur.

Lesa meira

Ný stjórn Vals

Ný aðalstjórn Vals var kjörin á aðalfundi félagsins í grunnskólanum á Reyðarfirði í gærkvöldi. Aðalheiður Vilbergsdóttir er nýr formaður.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ