Góður árangur austfirskra skíðakrakka á Bikarmóti

Fyrsta bikarmót vetrarins á skíðum í 14-15 ára flokki var haldið á Dalvík um helgina. Þar kepptu keppendur frá Skíðafélaginu Fjarðabyggðar og Skíðafélaginu í Stafdal sameiginlega undir merkjum UÍA á bikarmótum á vegum Skíðasambandsins.  Félögin tefla sameiginlega fram mjög sterkum hópi keppenda. 14 og 15 ára keppa saman, en veitt eru verðlaun á mótunum fyrir hvorn árgang fyrir sig.

Árangur okkar fólks okkar fólks var glæsilegur.

Þorvaldur Marteinn var í 1. sæti í sínum aldursflokki í stórsvigi og 6 sæti í svigi

Guðsteinn var í 4. sæti í stórsvigi og 2. sæti í svigi

Eiríkur var í 3. sæti í stórsvigi en hlekktist á í svigi

Ásbirni hlekktist á í stórsvigi og var í 10. sæti í svigi

Jensínu Mörthu hlekktist á í stórsvigi og 7. sæti í svigi

Guðrún Arna var í 5. sæti stórsvigi og 8. sæti í svigi

Írena Fönn var í 15. sæti í stórsvigi og 12. sæti í svigi

Hekla Björk var í 11. sæti í stórsvigi og 13. sæti í svigi

Áður var Lilja Tekla búin að taka þátt í FIS/Bikarmót á Akureyri 12.-13. janúar og lenti þar í 7 sæti í svigi og 8 sæti í stórsvigi í fullorðinsflokki. í 16-17 ára flokki var hún í 6 sæti í svigi og 4 sæti í stórsvigi.  Lilja Tekla keppir bæði í 16-17 ára flokki og fullorðinsflokki 16 ára og eldri og eru veitt verðlaun í báðum flokkum.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok