Glæsilegt Íslandsmet hjá Leiknismanninum Sigurði Haraldssyni

Meistaramót Íslands í flokkum 35 ára og eldri var haldið helgina 12. til 13. janúar s.l. í Laugardalshöll. Alls voru 58 keppendur skráðir til leiks, þar af tvær kempur sem keppa undir merkjum Austurlands. Sigurður Haraldsson Leikni sigraði í flokki 80-84 ára og setti að auki Íslandsmet með kasti upp á 9,27, en ljóst er að keppendur í þessum flokki voru í fanta formi enda köstuðu þrír þeirra lengra en gamla Íslandsmetið.

Vigdís Sif Hrafnkellsdóttir UÍA gerði góða hluti í flokki 45-49 ára kvenna þar sigraði hún í 60 m hlaupi á tímanum 9,56 sek og í langstökki 4,01 og varð önnur í 200 m hlaupi á tímanum 34,48 sek og í hástökki er hún fór yfir 1,35 m.

Á myndinni hér til hliðar má sjá Sigurð á Landsmóti 50+ í sumar.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok