Glæsilegt Íslandsmet hjá Leiknismanninum Sigurði Haraldssyni
Meistaramót Íslands í flokkum 35 ára og eldri var haldið helgina 12. til 13. janúar s.l. í Laugardalshöll. Alls voru 58 keppendur skráðir til leiks, þar af tvær kempur sem keppa undir merkjum Austurlands. Sigurður Haraldsson Leikni sigraði í flokki 80-84 ára og setti að auki Íslandsmet með kasti upp á 9,27, en ljóst er að keppendur í þessum flokki voru í fanta formi enda köstuðu þrír þeirra lengra en gamla Íslandsmetið.
Vigdís Sif Hrafnkellsdóttir UÍA gerði góða hluti í flokki 45-49 ára kvenna þar sigraði hún í 60 m hlaupi á tímanum 9,56 sek og í langstökki 4,01 og varð önnur í 200 m hlaupi á tímanum 34,48 sek og í hástökki er hún fór yfir 1,35 m.
Á myndinni hér til hliðar má sjá Sigurð á Landsmóti 50+ í sumar.