UÍA menn á stormandi ferð á Stórmóti ÍR

Stórmót ÍR fór fram í Laugardalshöll síðastliðna helgi. Keppnin var bæði fjölmenn og fjölbreytt en 760 keppendur voru skráðir til leiks, í flokkum allt frá 8 ára og yngri og upp í fullorðinsflokka. UÍA átti tvo keppendur á mótinu og stóðu þeir sig með stakri prýði.

Daði Þór Jóhannsson Leikni keppti í flokki 13 ára stráka og fór þar mikinn. Daði sigraði í 200 m hlaupi á tímanum 28,93 sek, varð annar í langstökki með stökki upp á 4,57 m og í 60 m hlaupi á tímanum 8,78 sek, í hástökki hafnaði hann í þriðja sæti er  hann vippaði sér yfir 1,37 og einnig varð hann þriðji í 600 m hlaupi á tímanum 1.49,91 mín. Mikael Máni Freysson í Þristi keppti í flokki 15 ára drengja og varð annar í 400 m hlaupi á tímanum 58,25 sek og í þrístökki með stökk upp á 10,77 m, auk þess varð hann þriðji í hástökki er hann fór yfir 1,62 m.

Fleiri en okkar menn stóðu sig vel á mótinu. Aníta Hinriksdóttir ÍR sló 32 ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1500m hlaupi kvenna en Aníta hljóp á 4:19,57 mín, Kolbeinn H. Gunnarsson UFA sigraði á nýju glæsilegu Íslandsmeti 48,03 sek í 400 m hlaupi karla.

Á myndinni hér til hliðar má sjá Daða Þór á harða spretti á ULM í sumar.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok