Ný stjórn Vals

Ný aðalstjórn Vals var kjörin á aðalfundi félagsins í grunnskólanum á Reyðarfirði í gærkvöldi. Aðalheiður Vilbergsdóttir er nýr formaður.

Með henni koma Guðrún Pétursdóttir, ritari og Bjarni Magnús Jóhannesson, gjaldkeri inn í aðalstjórnina en þau hafa ekki áður setið þar. Að auki eiga formenn ráða Vals sæti í stjórninni en þeir eru Ásmundur Ásmundsson frá glímuráði, Jóhann Eðvald Benediktsson, knattspyrnuráði og Guðrún Linda Hilmarsdóttir, skíðaráði.

Á fundinum voru fluttar skýrslur ráðanna þriggja. Knattspyrnan er stærsta greinin en þar er Valur virkur þátttakandi í samstarfi undir merkjum Fjarðabyggðar. Skíðadeildin æfir í Oddsskarði og keppir undir merkjum Skíðafélags Fjarðabyggðar. Fram kom á fundinum að þar væri nokkur gróska í brettadeild.

Innan Vals á Reyðarfirði er eina skipulagða glímustarfið á Austurlandi en keppendur Vals keppa undir merkjum UÍA á landsvísu. Keppendur félagsins náðu góðum árangri í Íslandsglímunni sem haldin var á Ísafirði í fyrra utan verðlauna á öðrum mótum.

Ný stjórn Vals, frá vinstri: Guðrún Pétursdóttir, Aðalheiður Vilbergsdóttir, Bjarni Magnús Jóhannesson, Elías Geir Eymundsson, Jóhann Eðvald Benediktsson, Guðrún Linda Hilmarsdóttir og Ásmundur Ásmundsson.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok