Ungt fólk og lýðræði á Egilsstöðum
Ungmennafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum dagana 20. - 22. mars. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er þáttaka ungs fólks í skipulagsmálum sveitarfélaga.
Mikil stemming á námskeiði í bogfimi
Tæplega tuttugu þátttakendur mættu á námskeið í bogfirði sem Skotfélag Austurlands stóð fyrir í síðustu viku. Formaður félagsins segir hina nýju grein lið í að auka fjölbreytnina í starfinu.
Eysteinn Bjarni í U18 ára landsliðið
Eysteinn Bjarni Ævarsson, körfuknattleiksmaður úr Hetti, var í dag valinn í íslenska U-18 ára landsliðið sem tekur þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð í maí. Eysteinn hefur verið fastamaður í Hattarliðinu í vetur, skorað 9,3 stig að meðaltali í leik.
Kvennatölt Blæs
Kvennatölt Blæs verður haldið í Dalahöllinni laugardaginn 2.mars kl 14:00
Keppt verður í eftirtöldum flokkum:
Stelpuflokkur 16 ára og yngri
Opinn flokkur fyrir vanar konur
Opinn flokkur fyrir óvanar konur
Handboltadagur Hugins
Handboltadagur Hugins fer fram laugardaginn 2. mars í Íþróttahúsinu frá klukkan 13-15. Þetta er þriðji viðburðurinn á árinu í tengslum við 100 ára afmæli Hugins. Markmið dagsins er fyrst og síðast að leika sér saman og hafa gaman.
Framkvæmdastjóraskipti í morgun
Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá UÍA í morgun þegar Gunnar Gunnarsson, formaður, tók við af Hildi Bergsdóttur sem farin er í fæðingarorlof. Skiptin fóru formlega fram með boðhlaupsskiptingu á Vilhjálmsvelli.
Ert þú UÍA maður á stormandi ferð?
Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, UÍA óskar eftir sumarstarfsmanni.
Helstu verkefni:
• Umsjón með farandþjálfun
• Umsjón með frjálsíþróttaskóla UMFÍ
• Undirbúningur og framkvæmd fjölbreyttra íþróttamóta og -viðburða
Byrjendanámskeið á skíðum fyrir fullorðna í Stafdal
Skíðafélagið í Stafdal stendur fyrir byrjendanámskeiði á skíðum fyrir fullorðna helgina 2. og 3. mars, frá kl. 15:00 – 16:30. Verð kr. 6000 (lyftugjöld innifalin).