Fyrsta hlaupið í vetrarhlaupasyrpu Hlaupahéranna á Egilsstöðum fer fram næstkomandi laugardag, 26. október.
Eins og undanfarin ár stendur skokkhópurinn Hlaupahérarnir á Egilsstöðum fyrir vetrarhlaupasyrpu í vetur. Hlaupin fara fram síðasta laugardag í mánði frá október og fram í mars.
Hlaupnir eru 10 km með tímatöku og gefur þátttaka í hverju hlaupi 1-5 stig. Stigahæstu einstaklingarnir verða verðlaunaðir í lok tímabilsins. Einnig verður boðið upp á 5 km hlaup með tímatöku en þau gefa ekki stig.
Höttur lék sinn fyrsta heimaleik í 1.deild körfuboltans sl. föstudag á móti FSu. Leikurinn var mjög spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndu leiksins.
Í hálfleik var staðan 43-44 gestunum í vil. Hattarmenn komu öflugir inn í seinni hálfleikinn og leiddu leikinn 62-58 að loknum þriðja leikhluta. FSu komst yfir í lokinn og endaði leikurinn 85-87.
Þátttakendum í hreyfiátaki Heilsugæslunnar á Egilsstöðum fjölgaði um helming í tilefni Hreyfiviku á Fljótsdalshéraði. Læknir við heilsugæsluna segir mikla vakningu hafa orðið á undanförnum árum um gildi hreyfingar til að fyrirbyggja og meðhöndla sjúkdóma.
„Það komu 55 manns síðastliðinn mánudag en höfðu flestir verið 29. Þar virðist þessu mikla auglýsing um Hreyfivikuna hafa skipt máli. Fólk virðist svara því að ýtt sé við því,“ segir Pétur Heimisson, heimilislæknir og einn umsjónarmanna verkefnisins.
Þróttur í Neskaupstað fór í byrjun mánaðarins með keppendur á fyrsta yngriflokkamót vetrarins sem haldið var í Mosfellsbæ. Mótið var fyrir 3., 5. og 6. flokk.
Öll níu lið Þróttar komust á verðlaunapall. Glæsilegur árangur hjá krökkunum.
Átakið „Út að hlaupa“ hófst á Seyðisfirði á þriðjudag í tilefni hreyfiátaksins Move Week og 100 ára afmælis íþróttafélagsins Hugins. Forsprakki átaksins segir bæjarbúa taka vel í hugmyndina en markmiðið er að hver og einn leggi að baki 100 km leið fram að jólum.
Félagar í Örvari, íþróttafélagi fatlaðra á Fljótsdalshéraði, hittast tvisvar í viku í íþróttahúsinu í Fellabæ til að æfa boccia. Æfingin á þriðjudaginn síðasta var öllum opin í tilefni Hreyfivikunnar.
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningarfrest í Bólholtsbikarinn til 18. október.
Keppnin er ætluð hópum á starfssvæði UÍA og er hugsuð fyrir leikmenn sem ekki spila körfubolta að staðaldri með Meistaraflokki á Íslandsmótum. Leikið verður í umferðum og munu keppnislið spila bæði heima og heiman. Leiktími er 4x10 mínútur. Sigursælasta liðið í lok keppni hlýtur Bólholtsbikarinn en einnig verða veitt verðlaun fyrir stigakóng keppninnar.
Sabína Steinunn Halldórsdóttir, sendifulltrú hreyfiverkefnisins Move Week á Íslandi, segir gaman að upplifa þá jákvæðni sem ríki á Fljótsdalshéraði gagnvart verkefninu. Hún segir skipuleggjendur hafa sett metnað í vikuna og gert verkefnið mjög sýnilegt.
„Það var virkilega gaman að sjá og finna jákvæðni heimamanna og hversu tilbúnir þeir eru að taka þátt í verkefninu,“ segir Sabína. Hún er verkefnisstjóri Move Week á Íslandi í gegnum starf sitt sem landsfulltrúi hjá Ungmennafélagi Íslands.