Hreyfivika: Virkilega gaman að finna jákvæðnina í samfélaginu

Sabína Steinunn Halldórsdóttir, sendifulltrú hreyfiverkefnisins Move Week á Íslandi, segir gaman að upplifa þá jákvæðni sem ríki á Fljótsdalshéraði gagnvart verkefninu. Hún segir skipuleggjendur hafa sett metnað í vikuna og gert verkefnið mjög sýnilegt.

„Það var virkilega gaman að sjá og finna jákvæðni heimamanna og hversu tilbúnir þeir eru að taka þátt í verkefninu,“ segir Sabína. Hún er verkefnisstjóri Move Week á Íslandi í gegnum starf sitt sem landsfulltrúi hjá Ungmennafélagi Íslands.

Hún kom austur á þriðjudaginn og kynnti sér Hreyfivikuna á Fljótsdalshéraði auk þess sem hún hélt fyrirlestra um starfsemi UMFÍ fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskólanna á Egilsstöðum og í Fellabæ.

„Ég fjallaði um hvaða verkefni standa til boða hjá UMFÍ fyrir þeirra aldurshóp og hversu mörg tækifærin eru. Ég fann að ég náði eyrum þeirra og vona að þetta verði til þess að þau kynnist því betur hvað þau geta gert til að efla sig sjálf og sitt samfélag.“

Þrjú sveitarfélög á Íslandi: Fljótsdalshérað, Borgarbyggð og Seyðisfjörður taka þátt í evrópsku hreyfivikunni en verkefnið á Fljótsdalshéraði hefur verið verðlaunað sem eitt af átta bestu verkefnunum í ár.

„Mér finnst verkefnið á Fljótsdalshéraði algjörlega frábært. Það er vel sýnilegt og dagskráin metnaðarfull. Þegar allir leggjast á eitt er hægt að gera frábæra en þó einfalda hluti.“

Markmið Move Week er að fá 100 milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega heldur en í dag og vekja vanda á lífsstílssjúkdómum sem séu vaxandi vandamál í evrópsku heilbrigðiskerfi.

„Verkefnið er langhlaup. Það gengur út a á að fá fleiri til að hreyfa sig og skapa tækifæri til að fólk finni hreyfingu sem það hefur gaman af. Í raun snýst þetta um að fólk hafi gaman af að efla heilsu sína.“

 

 

 

 

 

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok