Hreyfivika: Líf og fjör í boccia
Félagar í Örvari, íþróttafélagi fatlaðra á Fljótsdalshéraði, hittast tvisvar í viku í íþróttahúsinu í Fellabæ til að æfa boccia. Æfingin á þriðjudaginn síðasta var öllum opin í tilefni Hreyfivikunnar.
Um tíu manna hópur er virkur í boccia hjá félaginu en sjaldnast en ekki mæta allir á allar æfingarnar. Í tilefni vikunnar klæddu menn sig upp í rauðgola boli merkta vikunni.
Sóley Guðmundsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir stjórnuðu æfingunni af röggsemi, dæmdu og tíndu upp flesta boltana að loknum hverjum leik.
Á Seyðisfirði býður íþróttafélagið Viljinn upp á opna boccia æfingu á milli klukkan 12 og 13 á laugardag.