Glímt um Aðalsteinsbikarinn

Fjórðungsglíma Austurlands, keppnin um Aðalsteinsbikarinn, fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2013. Tuttugu og tveir keppendur kepptu í tveimur flokkum karla og þremur flokkum kvenna.

Lesa meira

Fyrirmyndardeildir ÍSÍ

Tvær deildir Íþróttafélagsins Hattar fengu endurnýjun viðurkenninga frá ÍSÍ sem Fyrirmyndardeildir á Jólamóti fimleikadeildarinnar í íþróttahúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 7. desember síðastliðinn.

Lesa meira

Snæfell 2013 komið út

Nýjasta tölublaði Snæfells var dreift til Austfirðinga í síðustu viku. Þar er farið yfir árið hjá UÍA í máli og myndum. Aðalviðtal blaðsins er við Sigurð Haraldsson, Leikni Fáskrúðsfirði, sem keppir í frjálsum íþróttum á alþjóðavettvangi.

Lesa meira

Gleðigjafir til styrktar barna- og unglingastarfi á Austurlandi

Landflutningar Samskip bjóða nú upp á frábært jólapakkatilboð sem ber nafnið Gleðigjafir. Hægt er að senda jólagjafir hvert á land sem er fyrir 790 kr, og rennur andvirði flutningsgjalda til og frá Austurlandi óskipt til barna- og unglingastarfs á svæðinu.

Við hvetjum alla til að nýta sér þetta tilboð og styðja í leiðinni við barna- og unglingastarf á Austurlandi.

Endilega látið fréttir af Gleðigjöfunum berast sem víðast.

Samningur á milli Héraðsskjalasafns Austfirðinga og UÍA

Þriðjudaginn 19. nóvember var undirritaður samningur á milli Héraðskjalasafns Austfirðinga og UÍA.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga hefur tekið að sér vinnu við að flokka, skanna og skrá ljósmyndir og filmur úr safni sambandsins.

Lesa meira

Gleðileg jól: Jólafrí hjá UÍA

Starfsfólk UÍA, stjórn og Sprettur Sporlangi óska Austfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Skrifstofan er farin í frí og ekki verður viðvera þar fyrr en 6. janúar. Við vöktum þó póstinn okkar This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Lesa meira

Fundur um framtíð frjálsíþrótta á Austurlandi

Fimmtudaginn 5. des verður haldinn fundur um framtíð frjálsíþrótta á Austurlandi.

Fundurinn verður haldinn á skrifstofu UÍA og hefst kl. 18.

Fundurinn er opinn öllum og vonumst við til að sjá sem flesta.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ