Úrslitahátíð Bólholtsbikarsins

Leikið verður til úrslita um Bólholtsbikarinn 2017 í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Dagskráin hefst klukkan 9:30 með undanúrslitum en úrslitaleikurinn sjálfur verður klukkan 15:15.

Lesa meira

Átta hlutu starfsmerki UÍA

Átta einstaklingar sem starfað hafa dyggilega fyrir Ungmennafélagið Val á Reyðarfirði árum saman voru í gær sæmdir starfsmerki UÍA á 67. þingi sambandsins sem haldið var í Grunnskólanum á Reyðarfirði.

Lesa meira

Þrjú ný aðildarfélög

Þrjú ný aðildarfélög voru tekin inn í UÍA á þingi sambandsins á Reyðarfirði. Þau koma öll úr Fjarðabyggð.

Lesa meira

Ásmundur Hálfdán útnefndur íþróttamaður UÍA

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímumaður úr Val á Reyðarfirði, var útnefndur íþróttamaður ársins 2016 hjá sambandinu á þingi þess sem fram fór á Reyðarfirði. Ásmundur varð á árinu fyrsti keppandinn frá UÍA til að vinna Grettisbeltið.

Lesa meira

Þóroddur, Sigurbjörg og Gunnar sæmd starfsmerki UMFÍ

Þóroddur Helgason og Sigurbjörg Hjaltadóttir frá Val á Reyðarfirði og Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, voru í gær sæmd starfsmerki Ungmennafélags Íslands á 67. sambandsþingi UÍA sem haldið var í Grunnskólanum á Reyðarfirði.

Lesa meira

Benedikt fékk silfurmerki ÍSÍ

Benedikt Jóhannsson, fyrrum formaður Austra á Eskifirði, var á þingi UÍA á Reyðarfirði í gær sæmdur silfurmerki Íþrótta- og Ólympíusambandsins Íslands fyrir störf sín í þágu íþrótta á Austurlandi.

Lesa meira

Færðu Hildi gjöf frá Stefáni Má

Fulltrúar Þróttar Neskaupstað færðu Hildi Bergsdóttur, sem lét af störfum framkvæmdastjóra UÍA fyrir mánuði, gjöf sem gerð var að ósk Stefáns Más Guðmundssonar, formanns Þróttar á þingi UÍA á Reyðarfirði í gær. Stefán Már var bráðkvaddur um miðjan marsmánuð.

Lesa meira

Hákar af Héraði

Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar, og Bjarni Þór Haraldsson, frá Skotíþróttafélagi Austurlands, hlut viðurkenningar sem kjaftaskur og mathákur 67. sambandsþings UÍA sem haldið var í Grunnskólanum á Reyðarfirði í gær.

Lesa meira

Pálína og Benedikt í stað Reynis og Elsu

Tvær breytingar urðu á aðalstjórn UÍA á þingi sambandsins í gær og tvö ný andlit til viðbótar eru í varastjórn. Á þinginu var meðal annars tekin ákvörðun um meðstöfun afgangs, ef af verður, af Unglingalandsmótinu í sumar.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ